Opnunartími  mán - fös 10:00 - 16:00

Skjálesaraleit

Virk leitarskilyrði

Tegund leitar: Almenn leit
Leita eftir:
Tungumál:
Flokkar:

Niðurstöður leitar að nýjum bókum

Titill:

10 ráð til betra og lengra lífs

Höfundur: Marklund, Bertil
Lesari: Einar Örn Stefánsson
Lengd: 02:54 klst.  
Lýsing: 10 ráð til betra og lengra lífs - einföld ráð um mataræði, hreyfingu og heilbrigðar venjur, félagslega þætti og hugarfar. Öfgalaus ráð sem geta bætt lífið og lengt það um heilan áratug. Hvernig er hægt að auka vellíðan sína þegar árin færast yfir og fjölga góðum æviárum? Það er miklu meira undir okkur sjálfum komið en margir halda.Læknirinn Bertil Marklund missti báða foreldra sína fyrir aldur fram og fór að velta því fyrir sér hvort hann gæti gert eitthvað til að auka lífslíkur sínar og lífsgæði, jafnvel unnið gegn erfðatengdum sjúkdómum. Það kom honum ánægjulega á óvart að uppgötva að rannsóknir á ólíkum sviðum sýna að góð heilsa ræðst miklu fremur af lífsstíl en erfðaþáttum. Við getum sjálf haft heilmikil áhrif á hvernig við eldumst.Bertil Marklund er prófessor við Gautaborgarháskóla og hefur starfað sem læknir í um fjóra áratugi. Hann hefur um árabil leitast við að þróa einföld og góð ráð til að efla heilsuna og stuðst við bestu vísindalega þekkingu hverju sinni.
Aðgerðir:
Titill:

Doktor Proktor og gullránið mikla

Höfundur: Nesbø, Jo
Nr. ritröð: 4 
Lesari: Kristín Karlsdóttir
Lengd: 06:00 klst.  
Lýsing: Ef þú, lesandi góður, ert ekki mikið fyrir ískrandi spennu, ósvífna glæpona og ógnvekjandi mömmu þeirra þá færðu nú færi á að forða þér. Leggðu bókina varlega frá þér, læðstu út úr búðinni eða skríddu undir sængina og gleymdu því að þú hafir nokkru sinni heyrt um vinina Lísu og Búa, brjálaða prófessorinn Doktor Proktor og einstaka hæfileika þeirra til að koma sér í klípu.Jo Nesbø er heimsfrægur fyrir að skrifa óhuggulegar glæpasögur fyrir fullorðna en í Doktor Proktor og gullránið mikla fær hann útrás fyrir sprellið í hjarta sínu. Lestrargráðug börn í 38 löndum fagna hverri nýrri sögu en þessi er sú fjórða í röðinni.
Aðgerðir:
Titill:

Uggur og andstyggð í Las Vegas : villimannlegt ferðalag að hjarta ameríska draumsins

Höfundur: Thompson, Hunter S
Lesari: Hjálmar Hjálmarsson
Lengd: 06:50 klst.  
Lýsing: Uggur og andstyggð í Las Vegas er ein af lykilbókum hippatímans og höfundur hennar, Hunter S. Thompson, ein af helstu táknmyndum þess skeiðs í Bandaríkjunum. Frá fyrstu blaðsíðu er lesandinn á fleygiferð með sögumanni og lögfræðingi hans sem eru komnir til Las Vegas til að skrifa um kappakstur og sækja síðan lögregluráðstefnu um varnir gegn eiturlyfjum. Þeir aka um eins og brjálæðingar, atast í fólki, lifa eins og greifar á fínum hótelum og lenda stöðugt í árekstrum við umhverfið; skynjun þeirra bjöguð af þrotlausri neyslu á sýru, meskalíni, sveppum, áfengi og þaðan af undarlegri vímuefnum.
Aðgerðir:
Titill:

Þín eigin goðsaga

Höfundur: Ævar Þór Benediktsson
Nr. ritröð: 2 
Lesari: Hannes Óli Ágústsson
Lengd: 13:57 klst.  
Lýsing: Sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Þín eigin þjóðsaga sem hlaut bæði Bókaverðlaun barnanna og Bóksalaverðlaunin sem besta íslenska barnabókin.Þín eigin goðsaga er öðruvísi en aðrar bækur því hér ert þú söguhetjan og ræður ferðinni. Sögusviðið er heimur norrænu goðafræðinnar og ævintýrin eru við hvert fótmál. Þú getur lent í bardaga við hræðilegar ófreskjur, orðið vitni að upphafi heimsins, flogið í vagni með þrumuguðinum Þór og reynt að lifa af ragnarök - allt eftir því hvað þú velur. Yfir 50 ólíkir endar!
Aðgerðir:
Titill:

og aftur deyr hún

Höfundur: Ása Marin
Lesari: Alexander Erlendsson
Lengd: 03:18 klst.  
Lýsing: "Fyrir sjö vikum stóð Þórkatla á sama stað. Horfði ofan í opna jörð og tók við faðmlögum. Heyrði huggunarorð án þess að hlusta og þakkaði fólki fyrir án þess að meina það. Horfði ofan í opna jörð á kistulok sem huldi það líf sem hún þekkti."Alda er látin. Hún virðist hafa framið sjálfsmorð en fólkið sem stendur henni næst á erfitt með að trúa því. Sagan fléttar saman líf nokkurra einstaklinga sem allir tengjast Öldu og hafa ólíka sýn á líf hennar og dauða.
Aðgerðir:
Titill:

Vatnsmelóna

Höfundur: Keyes, Marian
Lesari: María Lovísa Guðjónsdóttir
Lengd: 15:45 klst.  
Lýsing: Claire Webster á allt sem hugurinn girnist: mann sem hún elskar, fallega íbúð, er í traustri vinnu. Daginn sem dóttir þeirra kemur í heiminn tilkynnir James að hann sé að fara frá henni. Claire situr ein eftir með nýfætt barn, sært hjarta og líkama sem hún getur varla litið á.Hún ákveður að fara heim til Dublin. Þar, í skjóli sinnar skrýtnu fjölskyldu, fer henni að batna. Batinn er reyndar svo mikill að þegar James snýr aftur hefur ýmislegt gerst.
Aðgerðir:
Titill:

Tekjublaðið 2017

Höfundur: Jón G. Hauksson
Lesari: Talgervill
Lengd: 06:40 klst.  
Lýsing: Hér eru birtar tekjur um þrjú þúsund sjö hundruð og fimmtíu einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.- Þetta er hljóðbók með texta.
Aðgerðir:
Titill:

Ökunámið

Höfundur: Guðni Karlsson
Lesari: Sigurður H. Pálsson
Lengd: 08:00 klst.  
Lýsing: Bókin Ökunámið er einkum ætluð þeim sem hyggjast ná sér í almenn ökuréttindi, þ.e. ökuréttindi í flokki B.
Aðgerðir:
Titill:

New York

Höfundur: Kristján Karlsson
Lesari: Þórunn Hjartardóttir
Lengd: 00:54 klst.  
Lýsing: Bókin geymir eins konar ljóðaflokk, en samband kvæðanna er óþvingað og form þeirra margvísleg.
Aðgerðir:
Titill:

Kapitola

Höfundur: Southworth, E.D.E.N.
Lesari: Silja Aðalsteinsdóttir
Lengd: 18:34 klst.  
Lýsing: Spennandi saga um ævintýralegt líf Kapitólu Black. Við sögu hinnar kröftugu Kapitólu koma ótal litríkir persónuleikar og atburðarásin er viðburðarík.
Aðgerðir:
Ertu viss um að þú viljir framkvæma aðgerð?