Opnunartími  mán - fös 10:00 - 16:00

Skjálesaraleit

Virk leitarskilyrði

Tegund leitar: Almenn leit
Leita eftir:
Tungumál:
Flokkar:

Niðurstöður leitar að nýjum bókum

Titill:

Eftir að þú fórst

Höfundur: Moyes, Jojo
Nr. ritröð: 2 
Lesari: Hildur María Friðriksdóttir
Lengd: 11:55 klst.  
Lýsing: Louisa Clark lifir tilbreytingarsnauðu lífi, vinnur á flugvallarbar og fylgist með fólki á leið út í heim. Hún hefur enn ekki jafnað sig á því að hafa misst ástina í lífi sínu - en skyndilega fer veruleiki hennar á hvolf. Er unglingsstúlkan sem birtist á tröppunum hjá henni með svörin sem hana skortir eða en fleiri spurningar?
Aðgerðir:
Titill:

Skúli skelfir og leynifélagið

Höfundur: Simon, Francesca
Lesari: Sigurður H. Pálsson
Lengd: 01:00 klst.  
Lýsing: Skúli vill gjarnan vera þægur og góður en það er svo erfitt að eiga bróður eins og Finn fullkomna og því vill margt fara úrskeiðis, þrátt fyrir fögur fyrirheit. Uppátæki Skúla eru engu lík, hann er sannkallaður skelfir en hann heillar alla krakka þótt fæstir gangi nú eins langt og hann!
Aðgerðir:
Titill:

Heilareglur og heilræði : tólf reglur um heilann fyrir skóla, vinnu og heimili

Höfundur: Medina, John
Lesari: Sigurður H. Pálsson
Lengd: 07:44 klst.  
Lýsing: Hér er fjallað á alþýðumáli um nýjustu rannsóknir á þessari mögnuðustu uppfinningu allra tíma - heilanum. Höfundur setur fram það sem hann kallar tólf heilareglur. Hin fyrsta fjallar um áhrif líkamsræktar á heilann. Hreyfing hefur mikil áhrif á heilann og er hið sterka hreyfiafl á bak við þroska mannkyns. Leitað er svara við fjölmörgum spurningum; hvað gerist þegar griplur taugafruma læsast saman; hvert fara minningar; hver er hin látlausa styrjöld í heilanum; hvaða áhrif hefur ástríki á greind og þroska barna; af hverju eru konur málsnjallari en karlar; af hverju vinna stúlkur saman en drengir keppa; af hverju ullaði nýfætt barnið; hver er þessi Jennifer Aniston taugafruma og hvað gerðist þegar apinn sá vísindamanninn éta rúsínuna?
Aðgerðir:
Titill:

Smákon og Hákon

Höfundur: Karl Jóhann Jónsson
Nr. ritröð: 2 
Lesari: Alda Arnardóttir
Lengd: 00:32 klst.  
Lýsing: Eldhúsálfurinn Smákon er uppgefinn eftir hrekki dagsins og ákveður að leggja sig í ferðatösku. Skyndilega er töskunni lokað og Smákon fær að kanna heiminn utan hússins í fyrsta sinn.Mannfólkið ber Smákon óafvitandi með sér í sumarbústaðinn sinn þar sem álfurinn lendir í ýmsum hremmingum en eignast líka nýja og óvænta vini, m.a. tröllið Hákon. Góðir vinir geta nefnilega verið af öllum stærðum og gerðum.Geta þeir hjálpað Smákoni að forðast stóra, loðna skrímslið? Og hvers vegna vill fólk láta sjóða sig í potti?
Aðgerðir:
Titill:

Lukka

Höfundur: Hallgrímur Helgason
Lesari: Hallgrímur Helgason
Lengd: 01:22 klst.  
Lýsing: Hallgrímur Helgason er þekktur fyrir skáldsögur sínar, myndverk og margt fleira. Fyrir aldamót kom út eftir hann kvæðasafnið Ljóðmæli 1978-1998, en hér gefur að líta fyrstu ljóðabók hans, fyrstu óbundnu ljóðin sem hann birtir á bók. Þau kviknuðu öll á göngu- og fótaferðum hans með tíkinni Lukku (f. 2013). Hallgrímur er búsettur í 104 Reykjavík og 630 Hrísey.
Aðgerðir:
Titill:

Skúli skelfir og uppvakningsvampíran

Höfundur: Simon, Francesca
Lesari: Sigurður H. Pálsson
Lengd: 01:03 klst.  
Lýsing: Hér eri að finna fjórar fjörlegar sögur um þaulhugsuð hrekkjabrögð Skúla sem vekja hlátur hjá fúllyndasta fólki. Krakkar á öllum aldri geta skemmt sér með Skúla skelfi.
Aðgerðir:
Titill:

Lói - þú flýgur aldrei einn

Höfundur: Styrmir Guðlaugsson
Lesari: Þorvaldur Sigurbjörn Helgason
Lengd: 00:59 klst.  
Lýsing: Óvænt atvik verða til þess að lóunginn Lói verður eftir þegar langbesta vinkona hans, Lóa Vera, flýgur suður um höf með hinum farfuglunum um haustið.Lói er staðráðinn í að berjast fyrir lífi sínu og hitta Lóu Veru aftu um vorið. Hann lendir í ýmsum hremmingum og þarf að kljást við ótal ógnir; fálkann Skugga og fleiri rándýr sem vilja koma honum fyrir kattarnef og ekki síst ískaldan heimskautaveturinn. Með hjálp nýrra vina tekst honum hið ómögulega - og meira en það!
Aðgerðir:
Titill:

Neonbiblían

Höfundur: Toole, John Kennedy
Lesari: Þorvaldur Sigurbjörn Helgason
Lengd: 05:48 klst.  
Lýsing: Þrátt fyrir skamma ævi var John Kennedy Toole (1937-1969) einn eftirtektarverðasti rithöfundur Bandaríkjanna á 20. öld. Fyrir skáldsöguna Aulabandalagið, sem kom út árið 1980, voru höfundinum veitt Pulitzer-verðlaunin 1981 þótt hann hefði þá hvílt í gröf sinni í tólf ár. Bókin var þá talin eina verk Tooles.Því þótti það tíðindum sæta þegar nokkrum árum síðar kom í leitirnar eldra verk eftir hann, Neonbiblían, uppvaxtarsaga í angurværum dúr sem þetta undrabarn bandarískra bókmennta skrifaði aðeins sextán ára að aldri.Í Neonbiblíunni er sagt frá lífinu á fjórða og fimmta áratug tuttugustu aldar í smábæ í suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem trúin skipar höfuðsess í lífi þeirra bæjarbúa sem einhvers mega sín og hafa efni á safnaðargjöldunum. En það á ekki við um drenginn David og foreldra hans sem hrekjast út á jaðar samfélagsins.Af fágætu innsæi er hér lýst kröppum kjörum, vonlítilli matjurtarækt, mannlegum breyskleika, óvenjulegri vináttu, miskunnarlausri trú og ofstæki, harmi og missi af mörgum toga. Og óumflýjanlegu uppgjöri að endingu.
Aðgerðir:
Titill:

Það er eitthvað sem stemmir ekki

Höfundur: Haag, Martina
Lesari: Alda Arnardóttir
Lengd: 05:58 klst.  
Lýsing: Petra og Anders hafa verið gift í 15 ár. Hún er höfundur vinsælla bóka um sambönd fólks, hann er þekktur sjónvarpsmaður og saman eiga þau tvo drengi, tvo hunda, kött og sumarhús.Allt virðist leika í lyndi en dag einn áttar Petra sig á að það er eitthvað sem stemmir ekki!
Aðgerðir:
Titill:

Smákon

Höfundur: Karl Jóhann Jónsson
Nr. ritröð: 1 
Lesari: Alda Arnardóttir
Lengd: 00:19 klst.  
Lýsing: Litli eldhúsálfurinn, Smákon, kann best við sig uppi á borðum og inni í skápum þar sem stutt er í mat. Smákoni þykir nefnilega ekki leiðinlegt að borða. Dagar hans líða áfram hver öðrum líkir. Hann felur eina og eina teskeið, endurraðar sykurmolum og prófar að leggja sig í bollum og skálum. Hann kann vel við þetta einfalda og rólega líf, þó stundum langi hann í tilbreytingu. Dag einn er friðurinn úti. Músin Kústur flytur inn í eldhúsið hans með öllu sínu masi og spurningaflóði. Hvernig skildi Smákoni takast að aðlagast nýja sambýlingnum og vill hann í raun losna við hann og verða einn aftur?
Aðgerðir:
Ertu viss um að þú viljir framkvæma aðgerð?