Opnunartími  mán - fös 10:00 - 16:00

Skjálesaraleit

Virk leitarskilyrði

Tegund leitar: Almenn leit
Leita eftir:
Tungumál:
Flokkar:

Niðurstöður leitar að nýjum bókum

Titill:

Sagan af barninu sem hvarf : fullorðinsár - gamalsaldur

Höfundur: Ferrante, Elena
Nr. ritröð: 4 
Lesari: Súsanna Margrét Gestsdóttir
Lengd: 16:30 klst.  
Lýsing: Sagan af barninu sem hvarf er lokabindi fjórleiks Elenu Ferrante sem gerist í Napóli. Bálkurinn hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn. Hann fjallar um vinkonurnar Lilu Cerullo og Elenu Creco og flókna vináttu þeirra allt frá uppvextinum í einu af fátækari hverfum Napólí á sjötta áratugnum til fullorðinsára. Elena, sem segir söguna, fetar menntaveginn en Lila styttir sér leið um giftingu til fjár. Í bakgrunni eru hinar miklu þjóðfélagsbreytingar á seinni hluta 20. aldar sem hafa áhrif á líf þeirra og vina þeirra. Þetta eru sögur um djúpa vináttu og flóknar kenndir, umbreytingar, lífsviðhorf, æðruleysi og örvæntingu.Í þessu lokabindi fjórleiksins hafa Lila og Elena náð fullorðinsaldri en vináttan heldur enn. Elena hefur flúið hinn harða heim bernsku þeirra í Napólí, gift kona í Flórens, hefur eignast fjölskyldu og skrifað nokkrar bækur sem hafa fengið góðar viðtökur. Nú kemur hún hins vegar aftur til Napólí til að vera með manninum sem hún hefur alltaf elskað. Lila er aftur á móti umsvifamikil athafnakona og komin til áhrifa í þeim heimi glæpa, karlrembu og klíkuskapar sem þær eitt sinn báðar fyrirlitu.
Aðgerðir:
Titill:

Híf opp! : gamansögur af íslenskum sjómönnum

Höfundur: Guðjón Ingi Eiríksson
Lesari: Hjörtur Pálsson
Lengd: 03:44 klst.  
Lýsing: Hér tala menn tæpitungulaust og eru ýmist bláedrú, blindfullir, vel rakir eða skelþunnir. Ýkjusögur fá vængi og hrekkjalómar láta til sín taka - auðvitað á kostnað hinna hrekklausu. Þarna koma meðal annars við sögu Eiríkur Kristófersson, Magni Kristjánsson, Jón Berg Halldórsson, feðgarnir Oddgeir og Addi á Grenivík, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Lási kokkur, Einar í Betel, Binni í Gröf, Snæbjörn Stefánsson, Fúsi Axels, Ingvi Mór, Slabbi djó, Doddi hestur og Gunnar Trausti Guðbjörnsson.Eru þá sárafáir upp taldir.
Aðgerðir:
Titill:

Húmör í Hafnarfirði

Höfundur: Ingvar Viktorsson
Lesari: Þorvaldur Sigurbjörn Helgason
Lengd: 02:30 klst.  
Lýsing: Smávaxnir Hafnfirðingar með Leif Garðars, Þóri Jónsson, Halla í Botnleðju, Leif Helga, Viðar Halldórs og Óla Dan bera höfuðið hátt þrátt fyrir smæðina. Hörður Magnússon gáir til veðurs. Gísli pól umkringir mann. Kennarar við Flensborgarskólann skreppa í bíó og hafa með sér rauðvínskút. Þórður Þórðarson boðar "strand á Dansgötunni". Gunnar Rafn Sigurbjörnsson lýsir starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar. Gummi Valda mætir draghaltur til vinnu. Hildur Guðmundsdóttir biður nemanda sinn að bíta á jaxlinn. Maggi Óla fer á sjó. Geir Gunnarsson neitar. Adolf Björnsson týnist og Ingileif Ólafsdóttir pantar hangikjöt. Allt þetta og fjölmargt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók.
Aðgerðir:
Titill:

Hljóðar raddir

Höfundur: Cleeves, Ann
Lesari: Hanna María Karlsdóttir
Lengd: 12:09 klst.  
Lýsing: Lögregluforinginn Vera Stanhope finnur lík konu í gufubaði sundlaugar. Ummerki á hálsi hennar benda til þess að hún hafi verið kyrkt.Við rannsókn málsins kemur í ljós að konan hafði unnið að erfiðu barnaverndarmáli á vegum félagsmálayfirvalda. Svo virðist sem málið tengist dauða hennar. En sjaldan er allt sem sýnist...
Aðgerðir:
Titill:

Dóttir frostsins

Höfundur: Sandemo, Margit
Nr. ritröð: 14 
Lesari: Pétur Eggerz
Lengd: 06:24 klst.  
Lýsing: Dólgur leggur upp í sína síðustu ferð í leitinni að Hinni heilögu sól. Með honum eru systkini hans og Lemúrarnir, að ógleymdum Neró. Leið Þeirra liggur um álagaskóginn Tiveden en þau eru ekki ein á ferð. Í humátt á eftir þeim fara undirförlir regluriddararnir og auk þeirra leynast ýmsar vættir í skóginum. Þau kynnast ungri, dularfullri konu sem á við erfið vandamál að glíma og svo virðist sem kynni þessi muni tefja fyrir för þeirra. En ef til vill er leyndarmál hennar það eina sem getur bjargað þeim þegar á reynar. Galdrameistarinn Móri stendur andspænis riddurum Reglu hinnar heilögu sólar og á bak við hann og börnin bíður banvæn mýrin eftir fórn sinni. Sólin helga er svo nálæg en nú loks þegar þau eru komin á áfangastað virðast vopnin ætla að snúast í höndunum á þeim. Tekst þeim að sigra staðfasta riddarana í eitt skipti fyrir öll? Nær Dólgur að ljúka ætlunarverki sínu hér á jörðinni? Þau uppgötva fljótt að síðustu skrefin til hins ókunna heims eru síst þau auðveldustu.
Aðgerðir:
Titill:

Ókunnur heimur

Höfundur: Sandemo, Margit
Nr. ritröð: 15 
Lesari: Pétur Eggerz
Lengd: 06:31 klst.  
Lýsing: Galdrameistarinn Móri stendur andspænis riddurum Reglu hinnar heilögu sólar og á bak við hann og börnin bíður banvæn mýrin eftir fórn sinni. Sólin helga er svo nálæg en nú loks þegar þau eru komin á áfangastað virðast vopnin ætla að snúast í höndunum á þeim. Tekst þeim að sigra staðfasta riddarana í eitt skipti fyrir öll? Nær Dólgur að ljúka ætlunarverki sínu hér á jörðinni? Þau uppgötva fljótt að síðustu skrefin til hins ókunna heims eru síst þau auðveldustu.
Aðgerðir:
Titill:

Klaustrið í Táradal

Höfundur: Sandemo, Margit
Nr. ritröð: 13 
Lesari: Gríma Kristjánsdóttir
Lengd: 06:35 klst.  
Lýsing: Eftir áratuga baráttu nálgast Móri og fjölskylda hans nú lokamarkmiðið og þótt enn séu mörg ljón í veginum hefur saga Hinnar heillögu sólar tekið á sig skýrari mynd. Leið galdrameistarans liggur til klausturs í Sviss þar sem von Graben kardínáli ku hafa falið dýrgripi stórmeistaranna. En ekki fer allt sem á horfðist í fyrstu. Mikill sigur breytist brátt í martröð og þá fyrst verður mikilvægi Nerós ljóst. Því þegar hundurinn lendir í lífshættu er öðrum voðinn vís
Aðgerðir:
Titill:

Morðið í Gróttu

Höfundur: Stella Blómkvist
Lesari: Þórunn Hjartardóttir
Lengd: 06:20 klst.  
Lýsing: Þegar miðill leitar til Stellu með morðgátu úr framtíðinni afgreiðir hún hann sem loddara. Henni er því brugðið þegar kvótakóngurinn Grímúlfur finnst myrtur í Gróttu, við aðstæður sem minna óhugnanlega á lýsingar miðilsins.Ráðgáturnar hrannast upp og Stella þarf að taka á honum stóra sínum til að vera skrefi á undan kaldrifjuðum glæpamönnum og prúðupiltunum í lögreglunni. Andstæðingar hennar svífast einskis til að koma höggi á hina kjaftforu og harðsoðnu Stellu. Við tekur vægðarlaus barátta upp á líf og dauða.
Aðgerðir:
Titill:

Þrjár mínútur

Höfundur: Roslund, Anders
Lesari: Hjálmar Hjálmarsson
Lengd: 18:06 klst.  
Lýsing: Piet Hoffmann er á flótta umdan sænskum yfirvöldum og gerist flugumaður bandarískra stjórnvalda í kólumbísku kókaínmafíunni. Honum tekst að komast til metorða í hrottalegum heimi glæpamanna sem svífast einskis.Þegar háttsettur bandarískur stjórnmálamaður er tekinn í gíslingu lendir Hoffmann milli steins og sleggju - báðir aðilar vilja hann feigan. Sænski lögreglumaðurinn Ewert Grens er sendur til Kólumbíu til að reyna að ná sambandi við Hoffmann sem hefur ákveðið að taka málin í sínar hendur.
Aðgerðir:
Titill:

Litla bakaríið við Strandgötu

Höfundur: Colgan, Jenny
Lesari: Alda Arnardóttir
Lengd: 14:18 klst.  
Lýsing: Ástarsaga með uppskriftum!Líf Pollyar Waterford er heldur dapurlegt: Fyrirtækið er gjaldþrota, fína íbúðin horfin undir hamarinn og kærastinn fluttur heim til mömmu. Sárblönk neyðist Polly til að flytja í hrörlegt hús í litlu sjávarþorpi í Cornwall þar sem hún þekkir ekki nokkurn mann. Til að gleyma sorgum sínum hellir hún sér út í það sem veitir henni mesta ánægju í lífinu: að baka brauð. Fljótlega rennur þorpið á lyktina og fyrr en varir hefur Polly tekið við rekstri bakarísins á staðnum.Hér kynnist hún litríkum þorpsbúunum: sjómanninum Tarnie og skipsfélögum hans, myndarlega bandaríska býflugnabóndanum Huckle og ríka, skrautlega vini hans Reuben, skapilla bakaríseigandanum Gill Manse og hinum óframfærna Jayden, svo ekki sé minnst á Kerensu, kjaftforu og hressu vinkonuna úr höfuðborginni.Hugljúf og heillandi saga um konu sem þorir að hefja nýtt líf.
Aðgerðir:
Ertu viss um að þú viljir framkvæma aðgerð?