Opnunartími  mán - fös 10:00 - 16:00

Skjálesaraleit

Virk leitarskilyrði

Tegund leitar: Almenn leit
Leita eftir:
Tungumál:
Flokkar:

Niðurstöður leitar að nýjum bókum

Titill:

Formaður húsfélagsins

Höfundur: Friðgeir Einarsson
Lesari: Pétur Eggerz
Lengd: 04:48 klst.  
Lýsing: Maður flytur í blokkaríbúð systur sinnar á meðan hann kemur undir sig fótunum. Þetta átti að vera tímabundin ráðstöfun, en fyrr en varir er húsfélagið lent á hans herðum.Formaður húsfélagsins fjallar um samlíf ókunnugra, nauðsynlegt viðhald fasteigna og margslungið tilfinningalíf íbúa fjölbýlishúsa.
Aðgerðir:
Titill:

Framúrskarandi dætur

Höfundur: Zoepf, Katherine
Lesari: Ólöf Rún Skúladóttir
Lengd: 08:36 klst.  
Lýsing: Líf margra kvenna í Mið-Austurlöndum hefur breyst á undanförnum árum. Konur eru í meirihluta í háskólum, vinna utan heimilisins, móta eigin framtíð og storka núverandi trúarlegum og samfélagslegum gildum. Fjöldi kvenna berst fyrir auknum réttindum með trúna að vopni og konur áttu stóran þátt í byltingunni sem kennd er við hið arabíska vor. Raddir þessara ungu kvenna heyrast í þessari bók og sögur þeirra sagðar.Blaðakonan Katherine Zoepf hefur búið og starfað í Mið-Austurlöndum í meira en áratug og lýsir flóknum veruleika ungra kvenna þar á einlægan og hlutlausan hátt. Hún gefur okkur innsýn í stöðu kvenna í Sýrlandi fyrir borgarastyrjöldina og dvelur í Líbanon sem á yfirborðinu er frjálslyndara en jafnframt mótsagnakenndara en önnur ríki Mið-Austurlanda. Í Abú Dabí kynnist hún konum sem eru í auknum mæli á vinnumarkaðnum, í Sádí-Arabíu þeim sem mótmæla akstursbanninu og storka forræði karla og í Egyptalandi konum sem gegndu veigamiklu hlutverki í uppreisninni og arabíska vorinu sem fylgdi í kjölfarið.Boðskapur Framúrskarandi dætra er aðkallandi og bókin varpar ljósi á þá þróun sem hefur átt sér stað í Mið-Austurlöndum á undanförnum árum og ljær ungu konunum í fremstu röð breytinganna rödd.
Aðgerðir:
Titill:

Mamma, ég er á lífi : íslenskir piltar í víti heimsstyrjaldar

Höfundur: Jakob Þór Kristjánsson
Lesari: Ásdís Thoroddsen
Lengd: 17:03 klst.  
Lýsing: Íslenskir piltar sem flust höfðu til Kanada gengu glaðir í herinn í fyrri heimsstyrjöld og vildu leggja lið sínu nýja heimalandi.Þeir áttu eftir að upplifa hræðilegt blóðbað, miklar þjáningar í drullusvaði skotgrafanna, eiturgas, dráp og dauða. Þeir börðust á alræmdum sláturvöllum eins og við Somme, Passendaele og Verdun.Í bréfum og frásögnum reyndu þeir að lýsa sinni ótrúlegu reynslu. Átakanleg mynd af ungum piltum við skelfilegar aðstæður.
Aðgerðir:
Titill:

Magni

Höfundur: Ragnar Ingi Aðalsteinsson
Lesari: Sigurður H. Pálsson
Lengd: 08:56 klst.  
Lýsing: Magni Kristjánsson var árum saman skipstjóri á bátum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Eftirað hann hætti til sjós gerðist hann hótelhaldari og verslunarmaður. Í bókinni segir frá mörgum eftirminnilegum uppákomum.Þar má nefna: síldarævintýri í Mjóafirði, áflog um borð í síðutogara, ríflega 50 daga siglingu heim frá Japan, torkennilegan kapal á grunnslóðinni, æsileg átök í Þorskastríðinu, uppreisn á loðnuflotanum, þróunarstarf á Grænhöfðaeyjum, örnefni á hafsbotni, eftirminnilegan fund hjá Farmanna- og fiskimannasambandinu, sögulegar hreindýraveiðar, sviptingar í pólitík og margt fleira.Magni segir frá af hispursleysi og hreinskilni. Hann var mikill áhugamaður um kolmunnaveiðar, kenndi sjómönnum ýmis fræði, kom á fót söfnum, vann við tunnuþvott fyrir Þrótt á Norðfirði, stóð ásamt öðrum að Sjómannadagsblaði Neskaupstaðar og svo mætti lengi telja.
Aðgerðir:
Titill:

Tvennir tímar

Höfundur: Elínborg Lárusdóttir
Lesari: Arndís Björk Ásgeirsdóttir
Lengd: 05:15 klst.  
Lýsing: Einstök saga alþýðukonu sem bjó við sáran skort og vinnuþrælkun hjá vandalausum í uppvexti í Fljótum í Skagafirði.Bókin kom fyrst út árið 1949 en þessari nýju útgáfu er fylgt úr hlaði með formála eftir Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands og langömmubarn Hólmfríðar, og eftirmála eftir Soffíu Auði Birgisdóttur, bókmenntafræðing, auk ljósmynda úr safni fjölskyldu Hólmfríðar.
Aðgerðir:
Titill:

Nei, nú ert' að spauga, Kolfinna!

Höfundur: Hrönn Reynisdóttir
Nr. ritröð: 2 
Lesari: Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir
Lengd: 04:01 klst.  
Lýsing: Kolfinna er átján ára stelpa sem býr á Eskifirði og finnst óheppnin elta sig. Þrátt fyrir það er afskaplega gaman að vera til - svona oftast nær.Kolfinna segir ekki bara slysasögur af sjálfri sér heldur kemst hún að ýmsu um móður sína og nokkra aðra forfeður.Bókin er sjálfstæð forsaga bókarinnar Ert' ekki að djóka, Kolfinna? sem kom út í fyrra. Nei, nú ert' að spauga, Kolfinna! er önnur bók Hrannar Reynisdóttur sem er búsett á Eskifirði eins og þær nöfnur.
Aðgerðir:
Titill:

Móðurlífið, blönduð tækni

Höfundur: Yrsa Þöll Gylfadóttir
Lesari: Yrsa Þöll Gylfadóttir
Lengd: 08:17 klst.  
Lýsing: Sirrí var róttækur framúrstefnulistamaður á síðari hluta 20. aldar, sem lést fyrir aldur fram. Sirrí var ekki einungis umdeild sem listamaður, heldur einnig fyrir líferni sitt, ekki síst eftir að hún yfirgaf ung börn sín til að sinna listinni.Þegar dóttir hennar, Kamilla, fellst á að liðsinna Listasafni Reykjavíkur við undirbúning yfirlitssýningar um móður hennar, lendir hún í vanda, því ekki hefur gróið um heilt í fjölskyldunni og ekki minnkar hugarangistin þegar bréf Sirríar til elskhuga hennar koma í leitirnar.Hvers konar mynd mun þjóðin fá af henni? Á einkalíf listamanns erindi við aðra? Á sannleikurinn erindi á sýninguna?Yrsa Þöll Gylfadóttir hefur hér skrifað spennandi og áhrifamikla sögu um siðferðileg álitamál tengd listinni og lífinu, um skyldur foreldra við börn, um erfingja og ábyrgð þeirra - og hvað frjálsleg umgengni við sannleikann getur haft í för með sér.
Aðgerðir:
Titill:

Ferðin til Mars

Höfundur: Eyrún Ósk Jónsdóttir
Lesari: Sigríður Láretta Jónsdóttir
Lengd: 03:07 klst.  
Lýsing: Ásta er nýbúin að halda upp á 14 ára afmælið. Hún er heilluð af geimvísindum og á sér draum um að ferðast til Mars þegar fyrsta mannaða geimfarið verður sent til plánetunnar.En dag einn breytist allt og Ásta þarf að takast á við erfiðasta verkefni ævinnar. Mamma Ástu er alvarlega veik og biður dóttur sína að gera hlut sem flestum þætti óhugsandi. Við tekur æsispennandi atburðarás.Loforð er loforð en hversu langt getur Ásta gengið til að uppfylla ósk móður sinnar? Ferðin til mars er hjartnæm, skemmtileg og áleitin saga um lífið og dauðann, óvissuferðir og það sem við leggjum á okkur fyrir þá sem við elskum.
Aðgerðir:
Titill:

Það sem dvelur í þögninni

Höfundur: Ásta Kristrún Ragnarsdóttir
Lesari: Elín Gunnarsdóttir
Lengd: 09:06 klst.  
Lýsing: Í þessari ættarskáldsögu sækir Ásta Kristrún í sagnabrunninn sem hún er alin upp við til að varpa ljósi á magnað lífshlaup formæðra sinna. Sögusviðið er vítt og breitt um landið - meðal annars á Grenjaðarstað í Aðaldal, Hólmum í Reyðarfirði, Bessastöðum, Arnarfirði, Eyrarbakka og Reykjavík auk þess sem siglt er út fyrir landsteinana.Fólkið sem fjallað er um var virkt í stjórnmála- og menningarsögu 19. aldarinnar og fram á þá tuttugustu. En í ástar- og hugsjónabaráttu stígur lífið einatt flókinn dans. Dramatískar sögur dvelja margar í þögninni, því sársaukinn sem mörgum þeirra fylgir hefur verið of erfiður til að horfast í augu við. Með bók sinni leggur höfundur sitt af mörkum til að draga sögu ættliðanna úr þagnarhyl aldanna. Að auki inniheldur bókin fjölda vandaðra mynda af fólki og sögusviðum.Bókin spannar frásagnir formæðra sem teygja sig yfir rúmar tvær aldir. Töluverð breyting á menningu, lífskjörum og hugarfari á sér stað á svo löngum tíma á mörgum sviðum og endurspeglar ritstíll og tungutak bókarinnar þennan ólíka tíðaranda.Þögnin, sem titill bókar vísar í, hefur margvíslega skírskotun; í sögu fólksins sem í kjölfar harðinda og vosbúðar beitti sér fyrir framförum í gegnum frelsisbaráttuna; í sögu kvenna og þeirra framlag og ekki síst í erfiðar upplifanir innan fjölskyldna en sú þögn verður oft áhrifavaldur sem viðheldur vanlíðan fram eftir kynslóðum.
Aðgerðir:
Titill:

Af hverju ég?

Höfundur: Hjalti Halldórsson
Lesari: Þorvaldur Sigurbjörn Helgason
Lengd: 01:46 klst.  
Lýsing: Ég heiti Egill og ég er að mörgu leyti ósköp venjulegur strákur. Kannski svolítið betur gefinn en flestir en samt er ég alltaf að lenda í veseni. Það er alveg ótrúlegt! Ég skil ekkert útaf hverju.AF HVERJU ER ÉG ALLTAF SKAMMAÐUR FYRIR ALLT?AF HVERJU ER ÉG ALLTAF SVONA ÓHEPPINN?AF HVERJU ÞOLIR TÓTI BRÓÐIR MIG EKKI?Af hverju ég? er hressandi og bráðfyndin saga fyrir krakka á öllum aldri.Á yfirborðinu fjallar hún um Egil, 11 ára gamlan dreng sem lendir í stöðugum vandræðum jafnt heima sem í skólanum. Undir niðri leynist þó dýpri saga um leit eftir nokkru sem allir þrá - vináttu.Aðalsöguhetja Af hverju ég? er lauslega byggð á landnámsmanninum Agli Skallagrímssyni.
Aðgerðir:
Ertu viss um að þú viljir framkvæma aðgerð?