Opnunartími  mán - fös 10:00 - 16:00

Skjálesaraleit

Virk leitarskilyrði

Tegund leitar: Almenn leit
Leita eftir:
Tungumál:
Flokkar:

Niðurstöður leitar að nýjum bókum

Titill:

Nítján hundruð áttatíu og fjögur

Höfundur: Orwell, George
Lesari: Kristján Franklín Magnús
Lengd: 12:20 klst.  
Lýsing: Hrollvekjandi framtíðarsaga sem á ekki síður erindi nú en þegar hún var rituð fyrir nær sjötíu árum. Eitt af meistaraverkjum nútíma bókmennta eftir einn snjallasta rithöfund Englendinga á 20. öld.
Aðgerðir:
Titill:

Bláköld lygi

Höfundur: Bates, Quentin
Lesari: Sigurður H. Pálsson
Lengd: 09:50 klst.  
Lýsing: Skipaeigandi finnst látinn, bundinn við rúm í einu af fínni hótelunum í Reykjavík.Rannsóknarlögreglumaðurinn Gunnhildur Gísladóttir fær málið til rannsóknar. Rannsókn hennar leiðir í ljós skuggalegan heim kynlífsóra og fjárkúgunar.Enski rithöfundurinn Quentin Bates hefur tekið ástfóstri við Ísland. Bækur hans um Gunnhildi aðstoðarvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gerast allar á Íslandi.
Aðgerðir:
Titill:

Lang-elstur í bekknum

Höfundur: Bergrún Íris Sævarsdóttir
Lesari: Elín Gunnarsdóttir
Lengd: 00:58 klst.  
Lýsing: Það getur verið dálítið skrítið að byrja í nýjum skóla þar sem maður þekkir engan. En það eiginlega stórfurðulegt þegar níutíu og sex ára gamall karl sest við hliðina á manni og enginn kippir sér upp við það!Fljótlega verða bekkjarfélagarnir Eyja og Rögnvaldur ágætis vinir þrátt fyrir níutíu ára aldursmun. Þegar Eyja kemst að leyndarmáli Rögnvaldar gera þau með sér samning en tekst Eyju að standa við hann?
Aðgerðir:
Titill:

Litla bókabúðin í hálöndunum

Höfundur: Colgan, Jenny
Lesari: Þórunn Hjartardóttir
Lengd: 10:01 klst.  
Lýsing: Nina Redmond veit fátt betra en að gleyma sér í góðri skáldsögu. Hún vinnur á bókasafni í Birmingham þar sem hún nýtur þess að finna réttu bækurnar fyrir gesti safnsins.Þegar bókasafnið er sameinað öðru safni vegna hagræðingar stendur Nina á tímamótum; vill hún taka þátt í nútímavæðingu nýja safnsins eða ætlar hún að nota tækifærið og láta langþráðan draum um að reka eigin bókabúð rætast? Þegar hún rekst á auglýsingu í blaðinu um sendiferðabíl til sölu ákveður hún að láta slag standa. Bíllinn er reyndar í skosku hálöndunum...Allt á þetta eftir að hafa örlagarík áhrif á líf Ninu.Dásamlega falleg og hugljúf saga um ástir og vináttu og það hvernig bækur geta breytt lífi fólks.
Aðgerðir:
Titill:

Camille

Höfundur: Lemaitre, Pierre
Nr. ritröð: 3 
Lesari: Ásdís Thoroddsen
Lengd: 13:27 klst.  
Lýsing: Camille er lokabindi þríleiksins um smávaxna lögreglumanninn Camille Verhoeven sem tókst á við hrollvekjandi glæpi í bókunum Irène og Alex.Ástkona hans, Anne, gengur fram á glæpamenn að fremja rán í miðborg Parísar. Þeir misþyrma henni hrottalega og skilja eftir í blóðpolli nær dauða en lífi. En hún er lánsöm og lifir af - og ólánsöm, því að hún sá andlit annars ofbeldismannsins. Camille veit að það ríður á öllu að hann finni manninn áður en maðurinn finnur Anne...
Aðgerðir:
Titill:

Barnagæla

Höfundur: Slimani, Leïla
Lesari: Elín Gunnarsdóttir
Lengd: 05:41 klst.  
Lýsing: Myriam og Paul eru bæði í krefjandi störfum og ráða til sín fullorðna konu til að gæta bús og barna. Louise reynist vera hin fullkomna barnfóstra og verður brátt ómissandi hluti af fjölskyldunni. Smám saman kemur þó í ljós að hún er ekki öll þar sem hún er séð...Barnagæla er haganlega fléttuð saga; ógnin lúrir undir niðri og lesandanum er haldið föngnum allt frá upphafi. Dregin er upp mynd af dæmigerðri nútímafjölskyldu sem í dagsins önn á sér einskis ills von, en jafnframt skyggnst inn í sjúkan hugarheim manneskju sem svífst einskis þegar henni finnst að sér þrengt.
Aðgerðir:
Titill:

Leitin að Alösku

Höfundur: Green, John
Lesari: Björn Stefánsson
Lengd: 08:30 klst.  
Lýsing: Miles Digri Halter yfirgefur öruggt líf heima hjá foreldrum sínum. Öll ævi hans hefur verið viðburðasnauð og þráhyggja hans er andlátsorð frægra manna og veldur því að Hið mikla kannski verður honum æ hugleiknara. Hann fer í hinn geggjaða og allt annað en leiðinlega Culver Creek heimavistarskóla og líf hans breytist í algera andstæðu öryggisins sem hann átti að venjast heima. Hann hittir herbergisfélagann Chip sem heimtar að láta kalla sig Ofurstann og gefur Miles viðurnefnið Digri af því hann er svo mjór. En mesta óöryggið stafar af því að Alaska Young býr neðar á ganginum. Þessi frábæra, klára, fyndna, fallega, sjálfseyðandi, ruglaða og gjörsamlega heillandi Alaska Young. Hún er meira að segja sjálfri sér ráðgáta. Hún dregur Digra inn í veröld sína, sendir hann inn í Hið mikla kannski og stelur hjarta hans. Og síðan ... Ekkert verður nokkru sinni eins og það var.
Aðgerðir:
Titill:

Undur Mývatns

Höfundur: Unnur Jökulsdóttir
Lesari: Unnur Jökulsdóttir
Lengd: 06:15 klst.  
Lýsing: Má bjóða þér með í ævintýralega náttúruskoðun?Í þessari heillandi bók leiðir Unnur Jökulsdóttir okkur um undraheima Mývatns og Mývatnssveitar. Hún sýnir okkur fjallahringinn og útskýrir hvernig stórbrotið landslagið varð til, tekur þátt í fuglatalningu, fylgist með æsilegu lífshlaupi húsandarinnar, vitjar um varpið og veiðir gjáarlontur með heimafólki, rýnir í mýflugnasverma og örsmáar vatnaverur, minnist kúluskítsins sem áður einkenndi vatnsbotninn og segir frá silungsveiði og veiðibændum.Öllum þessum undrum lýsir Unnur á einstaklega lifandi hátt, með væntumþykju, forvitni og brennandi áhuga að leiðarljósi
Aðgerðir:
Titill:

Verstu börn í heimi

Höfundur: Walliams, David
Lesari: Hjálmar Hjálmarsson
Lengd: 02:45 klst.  
Lýsing: Tíu bráðfyndnar gamansögur um fimm svakalega stráka og fimm hrikalegar stelpur. Til dæmis sófa-Soffíu, sem hékk svo lengi í sófanum að hún varð hluti af honum. Eða slefu-Hans, strák sem slefið kom í skelfilega klípu í skólaferð. David Walliams er einstakur húmoristi sem kann þá list skemmta, hræða og ylja lesendum sínum á víxl.
Aðgerðir:
Titill:

Við ættum öll að vera femínistar

Höfundur: Adichie, Chimamanda Ngozi
Lesari: Ingunn Ásdísardóttir
Lengd: 00:53 klst.  
Lýsing: Kynferði skiptir máli hvarvetna í veröldinni. Og í dag langar mig til fara fram á að við byrjum að láta okkur dreyma um og búa til öðruvísi heim. Réttlátari heim. Heim þar sem glaðari karlar og glaðari konur eru samkvæmari sjálfum sér. Og við byrjum svona: Við verðum að ala dætur okkar upp á nýjan hátt. Og við verðum líka að ala syni okkar upp á nýjan hátt.
Aðgerðir:
Ertu viss um að þú viljir framkvæma aðgerð?