Skoða bók

Hótel Kalifornía

Stefán Máni  

Hafþór Ragnarsson  

07:00 klst.  

2004  

Þetta er sagan af seinheppna verkamanninum Stefáni sem drekkur brennivín í pepsí með vinum sínum þegar hann vill skemmta sér og á frábært safn af rokkplötum. Áform hans eru einföld: Að halda áfram að vinna og eignast kærustu. En í samfélagi þar sem hversdagsleikinn hefur breyst í óhugnað verða einfaldar óskir ótrúlega flóknar. Stefán Máni teflir saman hrollvekjandi svipmyndum og undirfurðulegri fyndni í frásögn af fólki sem við fyrstu sýn virðist venjulegt. Undir öllu hljómar svo klassískt rokk og ról: The Eagles, The Doors, Led Zeppelin, Pink Floyd. Þetta er 33 snúinga tvöfalt albúm með háum karlmannsröddum og drynjandi bassatrommum - og dularfullu hóteli þar sem allir eru boðnir velkomnir en aðeins útvaldir fá að gista.  

Ungmenni Íslensk skáldverk