Skoða bók

Ofan vatns

Aamund, Jane  

Elín Guðmundsdóttir  

Olga Guðrún Árnadóttir  

Klingivalsþríleikurinn  

10:32 klst.  

2016  

Hér segir frá Jósef, elsta syni Júlíönu Jensen. Jósef er myndarlegur og heillandi ungur maður sem margar konur líta hýru auga. Hann syngur í óperukór Konunglega leikhússins, reynist hafa dulda viðskiptahæfileika og er almennt ungur maður á uppleið. Júlíana gleðst yfir velgengni hans og í hvert sinn sem hann er með í nýrri óperu eða statisti í leikriti situr hún á sínum stað á svölunum með prógrammið á hnjánum og horfir aðdáunaraugum á son sinn. Öll fjölskyldan fylgist síðan forviða með frama hans og gjálífi þar til hin unga fröken Weibel frá Lemvig á Jótlandi hringir á dyrabjöllunni á stóru einbýlishúsi í Hellerup.  

20. öldin Danmörk Danskar bókmenntir Fjölskyldusögur Skáldsögur Þýðingar úr dönsku