Skoða bók

Forystufé

Ásgeir Jónsson 1876-1963  

Hjörtur Pálsson  

17:37 klst.  

2016  

Bókin Forystufé eftir Ásgeir frá Gottorp er leiðarsteinn innan íslenskra búvísinda og þjóðfræði. Höfundur safnaði saman sögum af þessum merku skepnum alls staðar að af landinu. Elstu sögurnar eru yfir aldargamlar þegar þær eru skráðar en aðrar samtímafrásagnir höfundar. Hér er fylgt almennri reglu íslenskra sagnamenningar við skrásetningu og jafnan leitast við að leyfa sagnalistinni að njóta sín samhliða því að halda ætíð því fram sem sannast reynist. Sögur Ásgeirs eru hetjusögur af sauðfé og draga fram ótrúlega vitsmuni og náttúrugreind þessarar dularfullu skepnu. Þegar bókin Forystufé kom út árið 1953 voru miklar breytingar að verða á íslenskri sauðfjárrækt. Vetrarbeitin var þá á hröðu undanhaldi og hefur síðan lagst nær alveg af með tilheyrandi breytingum allra þjóðhátta sem tengjast greininni. Nú þegar endurútgáfa þessarar merku bókar kemur fyrir almenningssjónir eru ekki síður miklar breytingar að verða á íslenskum búskap og þáttur sauðfjár í daglegu lífi þjóðarinnar fer minnkandi. Uppruna sinn rekur þjóðin samt til sauðabænda og hvergi gefst eins gott færi á að kynnast þeim uppruna en einmitt í hinum stuttu ljúfu hetjusögum forystufjárins sem hér birtast. Auk bókar Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp birtist hér í riti þessu ítarleg og vönduð greinargerð Jóns Viðars Jónmundssonar um sauðfjárræktina og forystufé frá miðri 20. öld til vorra daga. Bókinni er fylgt úr hlaði með æviágripi Ásgeirs Jónssonar.  

Forystufé Sauðfjárrækt Sauðfé Ísland