Skoða bók

Verjandinn

Óskar Magnússon  

Karl Emil Gunnarsson  

Stefán Bjarnason verjandi  

09:07 klst.  

2016  

Stefán Bjarnason hæstaréttarlögmaður á við ramman reip að draga í heiftúðugu forræðismáli. Íslensk móðir hefur flúið með unga dóttur frá Bandaríkjunum til Íslands í trássi við niðurstöðu dómstóla. Harðsnúnir „sérfræðingar“ eru ráðnir á vegum föðurins til að ná í barnið. Þeir vingast við móðurina, beita alls kyns blekkingum og brögðum, og reyna að nema barnið á brott í skjóli nætur. En þegar sú aðgerð misheppnast kemur til kasta verjandans. Þó að Stefán sé vingull í einkalífi er hann orðsnar, lipur og öruggur í starfi. Og smátt og smátt afhjúpast sú fortíð sem leitt hefur til þeirra dramatísku atburða sem skekja líf allra sem hlut eiga að máli. Verjandinn er hörkuspennandi skáldsaga, sakamáladrama um ástir, vináttu, framhjáhald, misnotkun og miskunnarlaus morð, krydduð gamansemi og leiftrandi háði.  

Glæpasögur Lögmenn Norrænar spennusögur Sakamálasögur Skáldsögur Spennusögur Íslenskar bókmenntir