Skoða bók

Neonbiblían

Toole, John Kennedy   Uggi Jónsson  

Þorvaldur Sigurbjörn Helgason  

05:48 klst.  

2017  

Þrátt fyrir skamma ævi var John Kennedy Toole (1937-1969) einn eftirtektarverðasti rithöfundur Bandaríkjanna á 20. öld. Fyrir skáldsöguna Aulabandalagið, sem kom út árið 1980, voru höfundinum veitt Pulitzer-verðlaunin 1981 þótt hann hefði þá hvílt í gröf sinni í tólf ár. Bókin var þá talin eina verk Tooles. Því þótti það tíðindum sæta þegar nokkrum árum síðar kom í leitirnar eldra verk eftir hann, Neonbiblían, uppvaxtarsaga í angurværum dúr sem þetta undrabarn bandarískra bókmennta skrifaði aðeins sextán ára að aldri. Í Neonbiblíunni er sagt frá lífinu á fjórða og fimmta áratug tuttugustu aldar í smábæ í suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem trúin skipar höfuðsess í lífi þeirra bæjarbúa sem einhvers mega sín og hafa efni á safnaðargjöldunum. En það á ekki við um drenginn David og foreldra hans sem hrekjast út á jaðar samfélagsins. Af fágætu innsæi er hér lýst kröppum kjörum, vonlítilli matjurtarækt, mannlegum breyskleika, óvenjulegri vináttu, miskunnarlausri trú og ofstæki, harmi og missi af mörgum toga. Og óumflýjanlegu uppgjöri að endingu.  

20. öldin Bandarískar bókmenntir Fimmti áratugurinn Fjórði áratugurinn Skáldsögur Smábæir Suðurríki Bandaríkjanna Þýðingar úr ensku