Skoða bók

Mannsævi

Seethaler, Robert  

Elísa Björg Þorsteinsdóttir  

Ólöf Rún Skúladóttir  

04:04 klst.  

2017  

Andreas Egger er fluttur kornabarn í lítið fjallaþorp í Ölpunum rétt eftir aldamótin 1900. Þar á hann illa vist en persónueinkenni þróast með honum; seigla, líkamlegur styrkur, hneigð til einveru. Egger verður maður verka fremur en orða. Ungur maður ræður hann sig í vinnu hjá verktökum sem hyggjast reisa kláf upp á fjallstind, nútíminn heldur innreið sína í þorpið og við það breytist öll tilvera íbúanna. Þetta er afar áhrifamikil bók um mannlega reisn og hæfni til að sigrast á erfiðum aðstæðum. Um leið og saga Eggers er sögð í meitluðum og áreynslulausum stíl, endurspeglar hún á margvíslegan hátt sögu tuttugustu aldarinnar - sögu einnar mannsævi.  

20. öldin Austurríki Austurrískar bókmenntir Skáldsögur Þýðingar úr þýsku