Skoða bók

Hjúkrun - 3. þrep

Nielsen, Jette  

Jóna Dóra Óskarsdóttir  

Sigurður H. Pálsson  

1  

HJÚ ritröðin  

17:07 klst.  

2017  

Hjúkrun - 3. þrep (Hjúkrun aldraðra) er þriðja bókin í ritröð kennslubóka í hjúkrun, sem er þýdd og staðfærð úr kennslufræði í hjúkrunargreinum frá danska forlaginu Munksgaard. Fyrri hluti bókarinnar er helgaður umfjöllun um öldrun, heilbrigðisþjónustu aldraðra og þau matstæki sem notuð eru innan öldrunarhjúkrunar. Í kjölfarið fylgir umfjöllun um sértæk vandamál og sjúkdóma, bæði frá sjónarhorni aldraðra og aðstandenda þeirra. Sérstök umfjöllun er um áföll og sorg, líknarmeðferð og líknarhjúkrun. Virkni og endurhæfingu aldraðra eru einnig gerð skil ásamt hreyfingu og næringarþörfum. Í síðari hluta bókarinnar er varpað ljósi á hlutverk, verkefni og ábyrgð fagaðila sem sá um umönnun aldraðra, auk umfjöllunnar um lögræði og sjálfsákvörðunarrétt, nauðung og valdbeitingu. Að lokum er fjallað um þætti sem snúa að ummönnunaraðilium og vinnuaðferðum þeirra. Í lok hvers kafla er skrá, Ef þú vilt vita meira, sem geymir tilvísanir í gagnreynt efni, fræðigreinar, klínískar leiðbeiningar, skýrslur og rit sem gerir lesandanum kleift að dýpka þekkingu sína enn frekar. Meginmarkmið bókarinnar er að auka þekkingu á hjúkrun sem byggist á umhyggju og virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti og mannhelgi einstaklinga, jafnframt því sem kenndar eru aðferðir sem efla hæfni fagfólks til að veita gæðaumönnun.  

Aldraðir Hjúkrun Kennslubækur