Opnunartími  mán - fös 10:00 - 16:00

Sumarlokun

Hljóðbókasafn Íslands er lokað frá 2. júlí til 1. ágúst. Lokað er fyrir pöntun diska á þessu tímabili en við bendum á að áfram er opið fyrir niðurhal og streymi til skráðra lánþega safnsins.

Skoða bók

Aðventa

Gunnar Gunnarsson   Jón Kalman Stefánsson  

Sigurður Skúlason  

02:43 klst.  

2017  

Aðventa ljómar af þeim dimma og bjarta eldi sem kviknar af neistafluginu þegar veruleika og skáldskap er slengt saman, því að aðalpersónan Benedikt og leit hans að kindum uppi á öræfum í grimmasta mánuði íslensks vetrar eiga rætur sínar í veruleikanum. Engin bók Gunnars hefur farið jafn víða um lönd og Aðventa sem hefur verið þýdd á um 20 tungumál. Sagan er einföld á yfirborðinu, ekki flókin þegar því sleppir, heldur djúp og frjósöm. Stíll Gunnars er hvergi jafn látlaus og blátt áfram fallegur eins og í Aðventu. Jón Kalman Stefánsson ritar formála að sögunni.  

Aðventan Íslensk skáldverk Íslenskar bókmenntir Jól Skáldsögur