Opnunartími  mán - fös 10:00 - 16:00

Skoða bók

Njósnarinn : skáldsaga

Coelho, Paulo  

Kristín Svava Tómasdóttir  

Þórey Sigþórsdóttir   Einar Hrafnsson   Sigurður H. Pálsson  

04:12 klst.  

2018  

Þegar Mata Hari kom til Parísar var hún allslaus en ekki leið á löngu þar til hún var lofsungin sem helsta glæsikvendi borgarinnar. Hún var dansmær sem hneykslaði og heillaði áhorfendur, gjálífiskona sem lagði álög sín á valdamestu menn samtímans og átti trúnað þeirra. En á styrjaldartímum grípur vænisýki um sig og lífsstíll Mata Hari kveikti grunsemdir. Árið 1917 var hún handtekin og sökuð um njósnir. Njósnarinn er saga Mata Hari, sögð í síðasta bréfi hennar, ógleymanleg saga af konu sem þorði að brjóta siðalögmál samtíma síns og þurfti að gjalda fyrir það.