Skoða bók

Uppruni

Brown, Dan  

Ingunn Snædal  

Pétur Eggerz  

16:37 klst.  

2018  

Robert Langdon, prófessor í táknfræði, er mættur á blaðamannafund í Guggenheim-safninu í Bilbaó, þar sem Edmond Kirsch, heimsþekkt tölvuséní og frumkvöðull, hefur boðað mikil tíðindi: vísindalega uppgötvun sem muni skekja trúarlegan grundvöll kristinna manna en um leið svara áleitnustu spurningum mannkyns: Hvaðan komum við? Hvert förum við? En blamannafundurinn, sem milljónir manna fylgjast með í beinni útsendingu, fer öðruvísi en ætlað er. Edmond Kirsch hafði áður kynnt trúarleiðtogum uppgötvun sína - og þar með kallað yfir sig reiði voldugra afla. Robert Langdon dregst inn í háskalega baráttu sem berst til Barselóna og tengist bæði andlegum og veraldlegum yfirvöldum á Spáni. Eins og í fyrri bókum Dans Brown haldast hér í hendur spenna og fróðleikur, því hin æsispennandi atburðarás verður um leið ferðalag um lista- og menningarsöguna - og möguleika nýjustu tækni.  

Bandarískar bókmenntir Langdon, Robert (skálduð persóna) Robert Langdon (skálduð persóna) Skáldsögur Spennusögur Þýðingar úr ensku