Skoða bók

Leifur heppni og Vínland hið góða

Jón Daníelsson  

Björn Friðrik Brynjólfsson  

01:30 klst.  

2000  

Þetta er sagan af landafundum og Ameríkuferðum norrænna manna fyrir þúsund árum. Hér segir ekki aðeins frá Leifi heppna, heldur fjölmörgum öðrum, meðal annars fyrsta Evrópumanninum sem fæddist í Ameríku, Snorra Þorfinnssyni, og ferðum hans með foreldrum sínum alla leið suður til New York, þar sem leiðangursmenn lentu í bardaga við indíána. Sögurnar voru upphaflega skrifaðar fyrir átta öldum en eru hér endursagðar á auðskildu máli og því auðveldar aflestrar hverjum nútímamanni, ekki síst unglingum. Innlestur bókarinnar er kostaður af Kiwanisklúbbnum Kötlu.  

Ameríka Bandaríkin Eiríks saga rauða Endursagnir Freydís Eiríksdóttir Grænland Grænlendinga saga Guðríður Þorbjarnardóttir Indíánar Kristniboð Landafundir Landkönnuðir Leifur Eiríksson, heppni Leifur heppni Víkingaöld Vínlandsferðir Ísland Íslendingabyggðir Íslendingasögur Þorfinnur Karlsefni