Skoða bók

Claessen : saga fjármálamanns

Guðmundur Magnússon  

Einar Örn Stefánsson  

11:56 klst.  

2017  

Eggert Claessen (1877–1950) var einhver mesti áhrifamaður á Íslandi á fyrri hluta síðustu aldar. Hann var náinn samstarfsmaður og ráðgjafi frænda síns Hannesar Hafstein og mágs síns Jóns Þorlákssonar, viðskiptafélagi Thors Jensen og Sturlubræðra, og lögfræðingur Einars Benediktssonar. Hann var einn helsti frumkvöðull Eimskipafélagsins, tók þátt í hinu sögufræga Milljónarfélagi og var lykilmaður í fossafélaginu Titan. Þá var hann bankastjóri Íslandsbanka eldri í tæpan áratug. Sem framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins var hann andlit atvinnurekenda um árabil. Eggert var mikils metinn af samverkamönnum fyrir greind og dugnað en andstæðingar hans sáu hann sem "fjandmann fólksins" og "höfuðpaur auðvaldsins". Sagan sem sögð er í þessari bók byggist á umfangsmikilli rannsókn áður óþekktra frumheimilda um störf hans og litríka ævi þar sem skiptast á skin og skúrir, gleði og harmar, hamingja og mótlæti. Öllum steinum í sögu Eggerts er velt við og margt nýtt og óvænt leitt í ljós um hann og samtíð hans.  

20. öldin Athafnafólk Auðmenn Bankamenn Eggert Claessen 1877-1950 Fjármálamenn Framkvæmdastjórar Gjaldþrot Lögfræðingar Reykjavík Vinnuveitendasambandið Ævisögur Íslandsbanki