Opnunartími  mán - fös 10:00 - 16:00

Skoða bók

Allt í himnalagi hjá Eleanor Oliphant

Honeyman, Gail  

Ólöf Pétursdóttir  

Sara Friðgeirsdóttir  

11:37 klst.  

2017  

Eleanor Oliphant lifir einföldu lífi: Hún fer í vinnuna, alltaf eins klædd, borðar alltaf sama hádegismatinn, kaupir tvær vodkaflöskur fyrir hverja helgi og drekkur þær. Samstarfsfólkið telur hana stórskrítna en það er allt í himnalagi hjá henni, hún er ánægð með lífið og saknar einskis. Eða alls. Eitthvað hefur komið fyrir hana, eitthvað sem skýrir hegðun hennar, örin í andliti hennar, múrana sem hún hefur reist í kringum sig. En hvað er það? Og svo gerist atvik sem brýtur upp hversdagsleikann, neyðir hana til að horfast í augu við allt sem hún hefur afneitað - og færir henni ný tengsl við lífið. Gail Honeyman er skoskur rithöfundur sem stundaði háskólanám í Glasgow og Oxford. Allt í himnalagi hjá Eleanor Oliphant er fyrsta skáldsaga hennar og var tilnefnd til virtra bókmenntaverðlauna og seld til fjölmargra landa áður en hún kom út.  

Ást Breskar bókmenntir Einmanaleiki Skáldsögur Skoskar bókmenntir Þýðingar úr ensku