Skoða bók

Sælir eru einfaldir

Gunnar Gunnarsson  

Gunnar Gunnarsson  

Jón St. Kristjánsson  

10:18 klst.  

1976  

Spænska veikin ógnar íbúum Reykjavíkur og í fjarska rís ógnvekjandi gosmökkur upp af Kötlu. Líf og dauði togast á. Manngæska og eyðingaröfl heyja sálarstríð. Átökin í náttúrunni endurspeglast í sálarlífi aðalpersóna bókarinnar. Sagan gerist á sjö dögum í Reykjavík 1918 og er eins konar öfug sköpunarsaga Verkið samdi Gunnar í skugga fyrri heimstyrjaldarinnar sem endurspeglast í myrku andrúmslofti þess og bölsýni. Tilheyrir það röð þriggja bóka, svonefndar ‚stríðsbækur‘ Gunnars, sem hann skrifaði á tímabilinu 1915-1920. Með þeim urðu viss stakkaskipti á skáldskap hans þar sem dreifbýlisrómantíkin sem einkenndi svo mjög fyrri bækur hans víkur fyrir drungalegum þéttbýlum samtímans og tekist er á við tilvistarvanda einstaklingsins andspænis verund hins illa í heiminum. Sælir eru einfaldir kom fyrst út á dönsku árið 1920 og með henni náðu vinsældir Gunnars hátindi. Til marks um það var bókin prentuð ellefu sinnum fyrsta árið eftir útgáfu.  

1918 Eldgos Íslenskar bókmenntir Reykjavík Skáldsögur Spænska veikin