Opnunartími  mán - fös 10:00 - 16:00

Skoða bók

Grillaðir bananar

Ingibjörg Möller   Fríða Sigurðardóttir  

Margrét Kaaber  

04:18 klst.  

1996  

Bókin segir frá sex daga gönguferð tíu krakka á Hornstrandir. Aðalpersónurnar eru Bjarni og Tómas úr Reykjavík sem eru ekki par ánægðir með að vera sendir í einhverja leiðinda gönguferð. Þegar kemur á daginn skemmta þeir sér konunglega í ferðinni og kynnast skemmtilegum krökkum. Gönguferðin snýst upp í hina mestu ævintýra- og háskaför og þurfa krakkarnir oft að taka á honum stóra sínum, hvort sem er í ævintýralegum gönguferðum eða í baráttu við glæpamenn. Öll standa þau sig með prýði og víst er að þau gleyma gönguferðinni á Hornstrandir seint. Bókin hlaut íslensku barnabókaverðlaunin árið 1996.  

Barna- og unglingabækur Fyndni Gönguferðir Hornstrandir Íslenskar bókmenntir Íslensku barnabókaverðlaunin Krakkar Óbyggðir Verðlaun