Opnunartími  mán - fös 10:00 - 16:00

Skoða bók

Fléttubönd

Stefán Sturla Sigurjónsson  

Jón St. Kristjánsson  

Lögreglukonan Lísa  

05:36 klst.  

2018  

Fléttubönd er önnur bókin í þríleiknum um Lísu lögreglukonu og aðstoðarfólk hennar, framhald af Fuglaskoðaranum (2017) en annars sjálfstæð frásögn. Barnslík finnst á förnum vegi og óvæntir hlutir koma í ljós við rannsókn málsins og við sögu koma vægast sagt vafasamir starfshættir tiltekinnar bílaleigu. Samstarfsfólk Lísu, sem lesendur þekkja úr Fuglaskoðaranum, leikur hér líka stórt hlutverk, einkum Kári, sonur Bangsa lögreglustjóra. Auk þess að fylgjast með lausn morðgátunnar kynnist lesandinn fortíð Kára og erfiðleikum hans við að fóta sig í lífinu. En allt gengur upp að lokum í óvæntum endi sögunnar nema hvað afdrif Kára skýrast ekki endanlega fyrr en í næstu bók.  

Fjölskylduofbeldi Íslenskar bókmenntir Norrænar spennusögur Ofbeldi Sakamálasögur Skáldsögur