Skoða bók

Svikarinn

Lilja Magnúsdóttir  

Vala Þórsdóttir  

06:55 klst.  

2018  

Það er sjaldnast heppilegt að það séu þrír í hjónabandi og þegar það eru orðnir fjórir hlýtur eitthvað að springa. Sprengingin verður þegar ung kona verður viðskila við ástmann sinn og hefur enga hugmynd um afdrif hans. Þau höfðu lengi leikið tveim skjöldum og talið sér trú um að það væri í lagi. Þau voru saman í feluleiknum en þegar hann hverfur kemur margt óvænt í ljós. Enginn flýr frá sjálfum sér og draugar fortíðar sækja á hana, hún kemst ekki hjá því að horfast í augu við eigin tilfinningar og gerðir. Svikarinn er saga um unga konu sem missir allt og tekst á við að byggja líf sitt upp að nýju. Lygi og svik hafa hafa mótað líf hennar. Hverjum getur hún treyst? Getur hún elskað og eignast vini eftir allt sem á undan hefur gengið í lífi hennar?  

Íslenskar skáldsögur Mannshvörf Sambönd Skáldsögur Örlagasögur