Skoða bók

Dauðinn í opna salnum

Guðrún Guðlaugsdóttir  

Þórunn Hjartardóttir  

Alma blaðamaður  

07:07 klst.  

2016  

Á Ólympíumóti í bridge á Rhodos verður skyndilega niðamyrkur í opnum spilasal þar sem Alma horfir á viðureign Ítala og Íslendinga. Í myrkum salnum gerast óhugnanlegir atburðir. Leikurinn berst heim til Íslands og fyrr en varir er Alma farin að rannsaka dauðsföll sem tengjast bridgeheiminum. Glæsikvendi, skuggalegir karakterar og spilafíkn koma við sögu í þeim heimi, þar sem ekki er allt sem sýnist og margt dularfullt að gerast bak við tjöldin. Alma blaðamaður og vinkona hennar Sveinbjörg eru þroskaðar konur á tímamótum í lífi sínu. Þessar sögur gerst í nútímanum á þremur samofnum sviðum. Fyrirferðarmestar eru ráðgátur af myrkum toga, sem Alma sogast inn í og leysir. Einkalíf þeirra vinkvenna er áberandi og loks fjölskyldusaga Ölmu sem hún er að fást við að rita öðrum þræði.  

Alma blaðamaður Alma Jónsdóttir (sögupersóna) Blaðamenn Bridds Bridge Glæpasögur Íslenskar bókmenntir Norrænar spennusögur Sakamálasögur Skáldsögur Spennusögur