Skoða bók

Húðflúrarinn í Auschwitz

Morris, Heather  

Ólöf Pétursdóttir  

Hafþór Ragnarsson  

07:26 klst.  

2019  

Húðflúrarinn í Auschwitz segir hjartnæma sögu Lales og Gitu Sokolov sem urðu ástfangin í útrýmingarbúðunum alræmdu árið 1942 og tókst fyrir hálfgert kraftaverk að lifa dvölina af. Þau fundu hvort annað aftur í stríðslok og áttu langa ævi saman. Bókin er byggð á frásögn slóvakíska gyðingsins Lales sem með óbilandi bjartsýni, mannúð, útsjónarsemi og persónutöfrum komst af í hörmulegum aðstæðum og bjargaði mörgum meðbræðra sinna. Nauðugur gegndi hann starfi húðflúrara búðanna og óttinn við að verða dæmdur fyrir samstarf við nasista kom í veg fyrir að hann segði nokkrum manni sögu sína. Heather Morris kynntist Lale 87 ára gömlum á hjúkrunarheimili í Melbourne í Ástralíu. Með þeim skapaðist vinátta og traust sem varð til þess að Lale rauf áratuga langa þögn sína. Saga hans hefur snortið fjölda fólks og Húðflúrarinn í Auschwitz er metsölubók víða um heim.  

Auschwitz Ástarsögur Ástralskar bókmenntir Birkenau Fangabúðir Gyðingaofsóknir Gyðingar Heimsstyrjöldin síðari Helförin Nasistar Nýsjálenskar bókmenntir Pólland Skáldsögur Slóvakía Stríð Sögulegar skáldsögur Útrýmingarbúðir Þýðingar úr ensku Ævisögulegar bókmenntir