Skoða bók

Hið mystíska X

Jón Hnefill Aðalsteinsson  

Jakob S. Jónsson  

09:06 klst.  

2009  

Í bókinni er safn greina og fyrirlestra sem höfundur ritaði á síðustu tuttugu árum ævi sinnar. Bókin öll ber merki þess rannsóknarefnis er höfundur hefur umfram öðrum einbeitt sér að, sem er kristnitakan á Íslandi. Óhætt er að fullyrða að hér kemur ýmislegt fram sem ekki hefur áður verið á lofti haldið hvað varðar þennan merkasta atburð Íslandssögunnar - trúskiptin og af hvaða ástæðum þau urðu. Dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson hefur átt drýgstan hlut í að móta þjóðfræðina sem lærdómsgrein í íslenskri menningarhefði. Hann hefur skrifað og ritstýrt fjölda bóka um þjóðfræðileg efni og ritað fjölda ritgerða sem birst hafa í tímaritum og flutt fyrirlestra á fræðaþingum víða um heim. Rannsóknir Jóns Hnefils beinast einatt að íslenskum þjóðfræðiefnum, en gjarnan er borið saman við þjóðfræði annarra menningarheima og tíma.  

Blót í heiðni Goðafræði Greinasöfn Íslandssaga Íslendingabók Íslendingasögur Kristnitakan Landnámabók Trúskiptin Þjóðfræði