Skoða bók

Baldursbrár

Ohlsson, Kristina  

Jón Daníelsson  

Hannes Óli Ágústsson  

10:47 klst.  

2011  

Prestshjón finnast látin í íbúð sinni í Stokkhólmi. Í bréfi segist presturinn hafa svipt sig og konu sína lífi af því að dauði dóttur þeirra fáum dögum áður hafi orðið honum um megn. En Fredriku Bergman, Alex Recht og félögum þeirra í lögreglunni finnst eitthvað ekki koma heim og saman. Írakinn Ali situr innilokaður í leiguíbúð í borginni og bíður eftir tækifærinu sem á að skapa fjölskyldu hans nýtt líf í Svíþjóð. Hann þarf bara að gera eitt viðvik fyrst og enginn má vita erindi hans til landsins. Hinum megin á hnettinum, á strætum Bangkok, berst ung sænsk kona fyrir tilveru sinni. Einhver er fast á hælum hennar og virðist hafa girt fyrir allar undankomuleiðir. Og klukkan tifar  

Glæpasögur Lögreglurannsóknir Norrænar spennusögur Sakamálasögur Skáldsögur Spennusögur Sænskar bókmenntir Þýðingar úr sænsku