Skoða bók

Allt önnur Ella

Ingólfur Margeirsson  

Helga Elínborg Jónsdóttir  

08:35 klst.  

1986  

Elín Þórarinsdóttir, barnabarn séra Árna Þórarinssonar, prófasts á Stórahrauni, var saklaus sveitastúlka þegar hún kom til hófuðstaðarins nokkrum árum eftir stríð. Þá kynntist hún Gunnari Salómonssyni, öðru nafni Úrsusi, annáluðum kraftajötni og alþjóðlegum aflraunamanni. Þrátt fyrir 25 ára aldursmun felldu þau hugi saman og giftust. Leið Ellu lá nú út í heim þar sem hún gerðist fegurðardrottning og slagarasöngkona og fylgdi Úrsusi sínum gegnum súrt og sætt; í kastljósum fjölleikahúsa og utan þeirra. Þetta er þroskasaga konu sem eftir þrjú hjónabönd og ótrúlegt lífsvolk verður allt önnur Ella. Bókin bregður upp svo mörgum fjörlegum myndum sorgar og gleði, eymdar og allsnægta, brennandi ástar og svartasta haturs, að lesandinn hlýtur að undrast, hve blandaðir ávextir einnar ævi geta orðið.  

20. öldin Áfengissýki Árni Þórarinsson, 1860 - 1948 Elín Þórarinsdóttir Endurminningar Fegurðardrottningar Fíkn Fjölleikahús Fjöllistamenn Gunnar Salómonsson Kraftajötnar Sirkus Söngkonur Ævisögur