Hljóðbókasafnið er lokað 1. júní.

Lokað verður á Hljóðbókasafni 1. júní. Vefsíða, niðurhal og streymi er opið sem endranær.

Skoða bók

Örlagaskipið Arctic

G. Jökull Gíslason  

Kristján Franklín Magnús  

05:50 klst.  

2022  

Saga skonnortunnar Arctic er stórbrotin saga örlaga, njósna, misréttis og misþyrminga. Fiskimálanefnd keypti skipið haustið 1939 til að sinna fiskflutningum til útlanda, en það fórst við sunnanvert Snæfellsnes í mars 1943. Þá hafði Arctic lent í miklum háskaförum en alvarlegustu atburðirnir í sögu skipsins voru þegar áhöfnin, íslenskir sjómenn, lenti í úlfakreppu milli hervelda í hryllingi seinni heimsstyrjaldarinnar. Þegar Arctic lá í Vigo á Spáni árið 1942 nálguðust útsendarar Þjóðverja skipverja og hótuðu að granda skipinu á heimleiðinni ef þeir stunduðu ekki njósnir fyrir þá. Bretar komust á snoðir um þetta og eftir að skipið kom til Íslands var áhöfnin tekin höndum og um síðir send í fangabúðir á Englandi. Örlagaskipið Arctic byggir ekki síst á breskum leyniskjölum sem nýlega voru gerð opinber og fylgir lesandanum gegnum þessa spennuþrungnu atburðarás sem reyndist áhöfninni afdrifarík. Saga skipverja á Arctic sýnir glöggt hvernig stríðsátök geta bitnað harkalega á saklausum borgurum.  

20. öld Heimsstyrjöldin síðari Milliríkjasamskipti Njósnir Saga Evrópu Seinni heimsstyrjöld Siglingar Siglingar Sjómenn Skip Skipsskaðar Stríðsfangar Ísland