Hvað er Drottinn að drolla?
Auður Haralds
10. jún. 2022
Kiwanisklúbburinn Katla hefur reynst Hljóðbókasafninu vel undanfarin ár. Katla hefur frá árinu 2016 styrkt innlestur á barna- og unglingabókum með reglulegu millibili. Kiwanismennirnir Ólafur Sigmundsson og Ásmundur Jónsson áttu fund með forstöðumanni HBS og deildarstjóra útlánadeildar þann 28. september 2021. Í kjölfarið var ákveðið að Katla greiði innlestur á tíu barna- og unglingabókum á árinu 2022, alls tæplega hálf milljón króna. Kiwanisklúbburinn Katla er svo sannarlega hollvinur Hljóðbókasafns Íslands og verður þeim seint fullþakkað. Meira
8. jún. 2022
Hljóðbókasafn Íslands var um mánaðamótin gestgjafi á reglulegum fundi samstarfssafna á Norðurlöndum, Sviss og Hollandi. Samstarf af þessu toga er ómetanlegt fyrir lítið safn á borð við HBS. Þessir fundir eru haldnir 4 sinnum á ári, til skiptis á netinu og í raunheimum og skiptast samstarfssöfnin á um að vera gestgjafar. Tilgangur fundanna er að skiptast á upplýsingum um stöðu og framþróun tæknimála safnanna og þar sem söfnin eru öll rafræn er mjög mikilvægt að fylgjast með þróun mála í upplýsingatækni og miðlun gagna þeim tengdum. Einnig og ekki síður mikilvægt er beint samstarf á milli safnanna um þróun, aðlögun og smíði hugbúnaðar sem nýtist öllum söfnunum. Meðal annars hefur verið í smíðum og er kominn í notkun hjá nokkrum safnanna sameiginlegur prófunarhugbúnaður fyrir hljóðbækur sem er notaður til að tryggja tæknileg gæði þeirra bóka sem söfnin gera aðgengilegar fyrir lánþega sína. Meira