Amma slær í gegn
Gunnar Helgason
15. ágú. 2024
Í ár verður í fyrsta skipti hægt að heita á Hljóðbókasafn Íslands í Reykjavíkurmaraþoninu. Valdimar Sverrisson, ljósmyndari og uppistandari, á veg og vanda af skráningu Hljóðbókasafnsins. Hann mun hlaupa 10 kílómetra. „Þetta er táknrænt þakklæti af minni hálfu en ég hef notað safnið mikið síðan ég missti sjónina fyrir níu árum,“ segir Valdimar. Hægt er að heita á hann og fleiri hlaupara safninu til styrktar. Þeim fjármunum sem safnast verður varið til eflingar á bókakosti safnsins. Við erum hlaupurunum þakklát fyrir að vekja athygli á starfsemi Hljóðbókasafns. Meira
31. maí 2024
Aðalfundur Blindrafélagsins 2024 hvetur stjórnvöld til að huga sérstaklega að þörfum blindra og sjónskertra einstaklinga í allri stefnumótun og allri þróun á nýjum lausnum innan upplýsingatækni og innleiðingu stafrænnar þjónustu. Aðalfundur ítrekar einnig mikilvægi þess að viðhalda því aðgengi sem þó hefur áunnist og krefur stjórnvöld um að standa vörð um sjálfstæði og starfsemi Hljóðbókasafns Íslands, en safnið er gott dæmi um það hvernig hægt er að veita aðgengi að efni sem annars væri okkur lokuð bók. Meira