Perlusystirin
Riley, Lucinda
8. maí 2023
Hljóðbókasafn Íslands ásamt fimm norrænum systurstofnunum stóð fyrir og tók þátt í ráðstefnu um inngildandi bókamarkað í Malmö dagana 25.-26. apríl sl. Ráðstefnan bar yfirskriftina Include 2023 og fjallaði um þær mikilvægu breytingar sem eru framundan samkvæmt Evrópulöggjöf um aðgengi að öllu prentuðu efni. Útgáfa án aðgreiningar frá fyrstu hendi er mikil réttarbót og nauðsynlegt er fyrir útgefendur að kynna sér hvernig best megi undirbúa sig undir löggjöfina sem taka á gildi árið 2025. Hljóðbókasafn Íslands ásamt systurstofnunum á Norðurlöndum vill vera leiðandi í því að styðja við útgefendur og innleiðingu á bókamarkaði fyrir alla. Samkvæmt löggjöfinni eru minni útgáfur undanþegnar en ljóst er að aðgengileg útgáfa sem hentar blindum og prentleturshömluðum felur í sér tækifæri enda stækkar lesendahópurinn. Lesvenjur eru einnig að breytast og bókamarkaður þarf að laga sig að þeim breytingum. Meira
28. mar. 2023
Um miðjan mars fór Marín Guðrún Hrafnsdóttir, forstöðumaður Hljóðbókasafnins, til Akureyrar til þess að heimsækja bókasöfn, framhaldsskólana tvo og Símey símenntunarmiðstöð. Tilefni ferðarinnar var að kynna Hljóðbókasafnið og Meira