Skoða bók

Örlagaeggin

Bulgakov, Mikhail Afanas'evich   Búlgakov, Mikhaíl  

Ingibjörg Haraldsdóttir  

Guðmundur S. Brynjólfsson  

03:57 klst.  

1989  

Málið snerist um eftirfarandi. Þegar prófessorinn beindi snillingsauga sínu í linsuna veitti hann því athygli í fyrsta sinn á ævinni að í litskæra deplinum var einn geisli sérlega áberandi. Þessi geisli var hárauður að lit og skarst út úr deplinum einsog lítill oddur, á stærð við nálarodd eða þar um bil. Örlagaeggin (1925) er fyndin og furðuleg saga, og er talin eitt besta verk Bulgakovs. Hann hefur reynst forspár um margt og segja má að Rússar hafi lifað skrímslaplágu í heimsstyrjöldinni síðari af þeirri stærðargráðu sem lýst er í Örlagaeggjunum. En það sem hæst ber í sögunni er nútímalegur stíll hennar og dýrleg fyndni.  

20. öldin Moskva Rússneskar bókmenntir Skáldsögur Sovétríkin Vísindaskáldsögur Þýðingar úr rússnesku