Skoða bók

Ástarsögur íslenskra kvenna

Brynhildur Bolladóttir   Eva Kamilla Einarsdóttir   Júlía Margrét Einarsdóttir   Rakel Mjöll Leifsdóttir   Sara Hrund Einarsdóttir  

Hera Fjord   Þórunn Hjartardóttir  

05:12 klst.  

2016  

Aldrei áður hefur önnur eins bók komið út. Í fyrsta sinn hefur verið safnað saman reynslusögum íslenskra kvenna af ástinni. Hér er að finna safn af sönnum ástarsögum af öllu tagi eftir konur sem koma hvaðanæva að. Ástarævintýri á Tinder, ástarsaga úr sveit frá síðustu öld, ástarsaga úr miðborg Reykjavíkur - og allt þar á milli. Sögurnar eru rómantískar og fyndnar, einfaldar og flóknar, harmrænar og gleðilegar; stundum gerast þær á örfáum dögum, stundum á nokkrum áratugum. María Lilja Þrastardóttir og Rósa Björk Bergþórsdóttir söfnuðu sögunum saman og bjuggu til útgáfu í samráði við konurnar sem hér segja frá. Hafirðu einhvern tíma elskað er þetta bók fyrir þig. Líka ef þú átt það eftir!  

Endurminningar Konur Reynslusögur Rómantík Sannar sögur Tilhugalíf Ást Ástarsögur Ísland Íslenskar bókmenntir