Skoða bók

Petsamo

Arnaldur Indriðason  

Hjálmar Hjálmarsson  

10:19 klst.  

2016  

Í Petsamo, nyrst í Finnlandi, bíður ung kona eftir unnusta sínum. Þau ætla að sigla heim til Íslands með Esjunni, burt frá stríðinu sem er nýkomið til Norðurlanda, en unnustinn kemur ekki. Vorið 1943 er heimstyrjöldin í algleymingi og mikið um að vera í Reykjavík þegar sjórekið lík finnst í Nauthólsvík. Á sama tíma verður ungur piltur fyrir heiftarlegri árás bak við hermannaknæpu við Klambratún og kona sem hefur gert sér dælt við hermenn virðist vera horfin.  

Norrænar spennusögur Sakamálasögur Skáldsögur Spennusögur Íslenskar bókmenntir