Skoða bók

Von be don : Magnús og Malaika leysa málið

Bergljót Baldursdóttir   Brynhildur Jenný Bjarnadóttir  

Olga Guðrún Árnadóttir   Hafþór Ragnarsson  

00:40 klst.  

2016  

Von be don er bók fyrir börn um orð og tungumál. Henni er ætlað að vekja börn til vitundar um tilvist tungumála og kraftinn sem felst í orðum, hvernig hægt er að segja hluti á marga vegu á mörgum tungumálum. Börn búa við annan veruleika nú en fyrir nokkrum áratugum. Mörg þeirra heyra og nota frá unga aldri fleiri tungumál en móðurmálið. Bókin er gerð með þau börn í huga sem eru að byrja að læra að lesa og búa sig undir þennan fjöltyngda veruleika. Hún er líka ætluð börnum sem eru tvítyngd eða eru á góðri leið með að verða það. Hún er líka ævintýrabók, saga um börn sem hitta mann sem í raun er dreki. Gott er ef börn og fullorðnir lesa hana saman og ræða síðan um orð og tungumál. Aftast í bókinn eru nokkrar hugmyndir sem nota má í samtali milli barna og fullorðinna um tungumál og eðli þeirra.  

Barna- og unglingabækur Barnabækur Bullmál Börn Enska Máltaka Móðurmál Tungumál Tungumálanám Tvítyngi Ævintýri Íslenska Íslenskar bókmenntir