Opnunartími  mán - fös 10:00 - 16:00

Skoða bók

Heilareglur og heilræði : tólf reglur um heilann fyrir skóla, vinnu og heimili

Medina, John  

Hallur Hallsson  

Sigurður H. Pálsson  

07:44 klst.  

2010  

Hér er fjallað á alþýðumáli um nýjustu rannsóknir á þessari mögnuðustu uppfinningu allra tíma - heilanum. Höfundur setur fram það sem hann kallar tólf heilareglur. Hin fyrsta fjallar um áhrif líkamsræktar á heilann. Hreyfing hefur mikil áhrif á heilann og er hið sterka hreyfiafl á bak við þroska mannkyns. Leitað er svara við fjölmörgum spurningum; hvað gerist þegar griplur taugafruma læsast saman; hvert fara minningar; hver er hin látlausa styrjöld í heilanum; hvaða áhrif hefur ástríki á greind og þroska barna; af hverju eru konur málsnjallari en karlar; af hverju vinna stúlkur saman en drengir keppa; af hverju ullaði nýfætt barnið; hver er þessi Jennifer Aniston taugafruma og hvað gerðist þegar apinn sá vísindamanninn éta rúsínuna?