Opnunartími  mán - fös 10:00 - 16:00

Skoða bók

Öskraðu gat á myrkrið

Bubbi Morthens  

Sigurður H. Pálsson  

00:48 klst.  

2015  

Bubbi Morthens hefur allt frá upphafi tónlistarferils síns verið maður orðsins; ekki síst þekktur og dáður fyrir söngtexta sína, sem margir hverjir eru einstaklega grípandi og myndrænir. Nú sendir Bubbi frá sér fyrstu ljóðabókina, Öskraðu gat á myrkrið - 33 óbundin ljóð, meitluð og kröftug, þar sem dregnar eru upp sláandi myndir af hörðum heimi; svörtum martraðarheimi vímu og ótta, og öskrinu sem óhjákvæmilega brýst út og klýfur myrkrið. Þjóðin þekkir tónlistarmanninn og textasmiðinn Bubba. Nú er tímabært að kynnast ljóðskáldinu.