Opnunartími  mán - fös 10:00 - 16:00

Sumarlokun

Hljóðbókasafn Íslands er lokað frá 2. júlí til 1. ágúst. Lokað er fyrir pöntun diska á þessu tímabili en við bendum á að áfram er opið fyrir niðurhal og streymi til skráðra lánþega safnsins.

Skoða bók

Uggur og andstyggð í Las Vegas : villimannlegt ferðalag að hjarta ameríska draumsins

Thompson, Hunter S  

Jóhannes Ólafsson  

Hjálmar Hjálmarsson  

06:50 klst.  

2017  

Uggur og andstyggð í Las Vegas er ein af lykilbókum hippatímans og höfundur hennar, Hunter S. Thompson, ein af helstu táknmyndum þess skeiðs í Bandaríkjunum. Frá fyrstu blaðsíðu er lesandinn á fleygiferð með sögumanni og lögfræðingi hans sem eru komnir til Las Vegas til að skrifa um kappakstur og sækja síðan lögregluráðstefnu um varnir gegn eiturlyfjum. Þeir aka um eins og brjálæðingar, atast í fólki, lifa eins og greifar á fínum hótelum og lenda stöðugt í árekstrum við umhverfið; skynjun þeirra bjöguð af þrotlausri neyslu á sýru, meskalíni, sveppum, áfengi og þaðan af undarlegri vímuefnum.  

Áttundi áratugurinn Bandaríkin Bandarískar bókmenntir Blaðamenn Eiturlyf Las Vegas (Nev.) Skáldsögur Þýðingar úr ensku Ævisögulegar bókmenntir