Skoða bók

Mistur

Ragnar Jónasson  

Hafþór Ragnarsson  

Lögreglukonan Hulda Hermannsdóttir  

06:40 klst.  

2017  

Stórhríð geisar uppi á heiðum á Austurlandi fyrir jólin 1987 þar sem hjón búa á einangruðum bóndabæ. Ókunnugur maður ber óvænt að dyrum á Þorláksmessu og segist hafa villst í fárviðrinu. Konan á erfitt með að trúa frásögn mannsins og eftir því sem hátíðin nálgast verður andrúmsloftið á þessum afskekkta bæ meira þrúgandi, símasamband rofnar, rafmagnið fer og ekki munu allir lifa heimsóknina af. Lögreglukonan Hulda Hermannsdóttir þarf að kljást við flókið og erfitt mál skömmu eftir að hafa sjálf lent í fjölskylduharmleik sem skilur eftir sár sem aldrei gróa.  

Austurland Glæpasögur Lögreglukonur Norrænar spennusögur Sakamálasögur Skáldsögur Spennusögur Áttundi áratugurinn Íslenskar bókmenntir