Skoða bók

Dyr opnast

Hermann Stefánsson  

Hannes Óli Ágústsson  

04:16 klst.  

2019  

Hvað eiga mannréttindi, svefnfarir, Esjan og bókaáritanir sameiginlegt? Hvernig skilgreinir maður fíl? Hvernig tengjast vitaverðir, leðurblökur, ljóstírur og póstsendingar? Er Guð í húsinu? Er Dauðinn á tónleikunum? Hvað er á bakvið dyrnar? Dyr opnast ber undirtitilinn: Lífið er trúnaðarmál en tegundarheiti bókarinnar er dregið af grísku kvikindi: Kímerubók. Hún hefur að geyma smásögur og smáprósa, sagnaþætti, æviágrip, tilraunir og esseyjur, prakkaraprósa og prósaljóð, fílófóseringar og firrur, lýrískar smámyndir og uppljóstrun um Esjuna.  

Skáldsögur Íslenskar bókmenntir