Skoða bók
Draugasögur við þjóðveginn
09:20 klst.
2019
Þegar ekið er um þjóðvegi landsins á björtum sumardegi virðast óhreinir andar víðs fjarri. En afturgöngur hafa fylgt þjóðinni frá landnámi og aldrei að vita hvenær þær láta á sér kræla. Í bókinni slást margir af frægustu draugum landsins með í för og gera ferðalagið ógleymanlegt. Raktar eru um 50 kjarnmiklar draugasögur; í upphafi hverrar þeirra lýsir höfundurinn, Jón R. Hjálmarsson, helstu kennileitum, ýmsum markverðum stöðum og fyrirbærum í nágrenninu. Þá er viðkomandi þjóðsaga rakin í lifandi endursögn.
Draugar Draugasögur Hringvegurinn Ísland Þjóðfræði Þjóðsögur Þjóðtrú