Skoða bók
Sláturtíð
17:50 klst.
2019
Kvikmyndagerðarmaðurinn Ásbjörn Axel tekur að sér að hafa uppi á íslenskri baráttukonu fyrir réttindum dýra sem ekkert hefur spurst til síðan hún sat í fangelsi í Hollandi fyrir skemmdarverk. Leitin leiðir hann á vafasamar slóðir í litríkum félagsskap dýraréttindasinna í Evrópu og smám saman missir hann tökin bæði á verkefninu og sjálfum sér. Sláturtíð er meinfyndin og spennandi ferðasaga sem kemur lesandanum stöðugt á óvart og veltir jafnframt upp ýmsum hliðum á brýnu samfélagsmálefni.