Skoða bók

Afbrigði og útúrdúrar : sagnaþættir

Kjartan Sveinsson 1901-1977  

Þórunn Hjartardóttir  

10:32 klst.  

2005  

Kjartan Sveinsson (1901-1977), skjalavörður við Þjóðskjalasafn Íslands í fimm áratugi var fágætur sagnamaður og á löngum ferli kynntist hann fjölmörgum eftirminnilegum persónum, sem settu svip sinn á mannlífið í Reykjavík. Í þessu sérstæða ritverki bregður hann upp bráðlifandi myndum af samferðamönnum sínum, sem ýmist urðu á vegi hans eða voru tíðir gestir á Þjóðskjalasafninu. Þættirnir eru skrifaðir af óvenjulegu hispursleysi; höfundur er kjarnyrtur og fyndinn og segir snilldarvel frá. Guðmundur Andri Thorsson ritar formála að bókinni þar sem segir m.a.: "Kjartan lætur hverja söguna á fætur annarri flakka ... saga kviknar af sögu, útúrdúrar og alls kyns krókar eru farnir og smám saman verður til ákveðin mynd af manneskju, vinahóp, vinnustað - hægt og rólega vaknar á blöðunum gamalt mannlíf... Þetta er karlaveröld með tilheyrandi groddahúmor, sagnaskemmtun og drykkjuskap og minnir í aðra röndina á Góða dátann Sveik."  

Bjarni Sæmundsson Björn Karel Þórólfsson Guðbrandur Jónsson prófessor Hallgrímur Hallgrímsson (1888-1945) Jóhannes Sveinsson Kjarval, 1885 - 1972 Jón Helgason biskup Jón Pálsson frá Hlíð (tónskáld) Kjarval Magnús Björnsson náttúrufræðingur Reykjavík Sagnaþættir Þorsteinn Björnsson úr Bæ (guðfræðingur) Æviþættir