Skoða bók
Vélar eins og ég : og fólk eins og þið
09:35 klst.
2019
Vélar eins og ég gerist í London upp úr 1980, þegar Bretar hafa tapað Falklandseyjastríðinu, Margaret Thatcher berst við Tony Benn um völdin og Alan Turing gerir tímamótauppgötvun í gervigreind. Hinn rótlausi Charlie er ástfanginn af Miröndu, eldklárri stúdínu sem býr yfir hræðilegu leyndarmáli. Þegar Charlie hlotnast ríkulegur arfur kaupir hann Adam, eitt af fyrstu vélmönnunum og hannar með aðstoð Miröndu persónuleika hans. Þessi vera sem er næstum því mennsk er falleg, klár og sterk. Ekki líður á löngu þar til eins konar ástarþríhyrningur myndast og þessar þrjár verur standa frammi fyrir erfiðum siðferðilegum vanda. Ian McEwan er einn virtasti og vinsælasti rithöfundur samtímans og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín. Ian McEwan er fyrsti handhafi Alþjóðlegu bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness árið 2019.
Breskar bókmenntir Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Skáldsögur Þýðingar úr ensku