Skoða bók
Sólarhringl : og suðið í okkur
06:08 klst.
2019
Hér er samband Íslendingsins við heimkynni sín skoðað. Hvernig er best að skafa af bílnum? Hvenær er óhætt að setja sumarblómin út? Er lífið kannski betra á Kanaríeyjum? Hversdagurinn, fornsögurnar, forsælubæir, reikular árstíðir og suðið á eyjunni bláu. Allt er þetta samfléttað daglegu lífi og minningum höfundar svo nálgunin er í senn bæði almenn og einstaklega persónuleg. Huldar Breiðfjörð segir frá á látlausan og jarðbundinn en íhugulan hátt og hrífur lesandann með sér í ferðalag í leit að upplifunum og einhvers konar svari við spurningunni um hvað það er að vera Íslendingur. Huldar Breiðfjörð hefur áður sent frá sér bækur á borð við Góðir Íslendingar og Múrinn i Kína. Hann hefur einnig skrifað leikverk og samið handrit að sjónvarpsþáttum og kvikmyndum eins og París norðursins og Undir trénu.