Skoða bók

Sterkasta kona í heimi

Steinunn G. Helgadóttir  

Steinunn G. Helgadóttir  

05:52 klst.  

2019  

Systkinin Gunnhildur og Eiður eru valdalausir samherjar í fjölskyldu þar sem foreldrarnir eru aldrei glaðir samtímis. Þegar fjölskyldan sundrast eru systkinin skilin að sem litar allt þeirra líf - Eiður verður friðsamur hugsjónamaður sem þráir að láta gott af sér leiða en Gunnhildur, sem býr yfir ofurkröftum þótt hún flíki þeim ekki, menntar sig í förðun og verður eftirsóttur líksnyrtir. Sagnagáfa Steinunnar G. Helgadóttur er ótvíræð. Lesendur Radda úr húsi loftskeytamannsins og Samfeðra kannast vel við að flissa á einni síðu, klökkna á þeirri næstu og vaka alveg óvart allt of lengi fram eftir við lestur. Sterkasta kona í heimi er áhrifamikil fjölskyldusaga um leitina að hamingjunni, breyskleika og óvænta krafta.  

Skáldsögur Íslenskar bókmenntir