Skoða bók

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar

Hallgrímur Pétursson   Sverrir Kristjánsson  

Sverrir Kristjánsson  

07:18 klst.  

2017  

Passíusálmana orti Hallgrímur Pétursson á árunum 1656-1659. Sálmarnir 50 hafa verið hluti af páskahefð Íslendinga um margra alda skeið. Í þeim er píslarsaga Krists rakin af mikilli innlifun. Þeir hafa komið út á íslensku oftar en 80 sinnum og hafa verið þýddir á fjöldamörg önnur tungumál. Hverjum sálmi fylgir tónverk, leikið af Páli Ísólfssyni. "Skáld píslarvættisins" eru söguþættir Sverris Kristjánssonar sagnfræðings. Sverrir var snillingur orðsins og vald hans á íslenskri tungu og frásagnarlist skilaði sér vel í þessu verki hans. Hann var allt í senn "sagnfræðingur og bókmenntamaður, orðræðumaður og rithöfundur, kommúnisti og fagurkeri, rómantíker og raunsæismaður, þjóðfélagsgagnrýnandi og gleðimaður". Fyrir erindi sín í Ríkisútvarpinu var Sverrir þjóðþekktur og virtur útvarpsmaður.  

Hallgrímur Pétursson, 1614 - 1674 Passíusálmar Sálmar Æviþættir Íslenskar bókmenntir