Tímabundin aukin síma- og netþjónusta

Hljóðbókasafnið verður ekki opið fyrir gesti á meðan samkomubann vegna COVID-19 er í gildi. Til þess að koma til móts við lánþega safnsins verður síma- og netþjónusta hins vegar aukin og er nú símaþjónustan opin frá 10-16.

Skoða bók

Víghólar

Emil Hjörvar Petersen  

Gríma Kristjánsdóttir  

Bergrúnarbækurnar  

15:09 klst.  

2016  

Vinnuvélar verktakafyrirtækis eru stórskemmdar í skjóli nætur. Illa útleikin lík finnast á nokkrum stöðum á landinu. Margt bendir til að þarna séu að verki aðilar úr öðrum heimi. Lögreglan fær Bergrúnu Búadóttur huldumiðil til að aðstoða við rannsókn málsins. Fljótlega kemur í ljós að myrk og máttug öfl seilast til aukinna valda bæði í Mannheimi og Hulduheimi. Bergrún og Brá, tvítug dóttir hennar, leggja af stað í ferðalag sem fljótlega umbreytist í háskaför þar sem þær þurfa að kljást við óútreiknanlega og máttuga andstæðinga. Samhliða því myndast mikil spenna í sambandi mæðgnanna sem verður til þess að leiðir þeirra skilja. Emil Hjörvar Petersen er helsti frumkvöðull á sviði furðusagna hér á landi.  

Bergrún Búadóttir (sögupersóna) Fantasíur (bókmenntir) Íslenskar bókmenntir Norrænar spennusögur Sakamálasögur Skáldsögur Spennusögur