Tímabundin aukin síma- og netþjónusta

Hljóðbókasafnið verður ekki opið fyrir gesti á meðan samkomubann vegna COVID-19 er í gildi. Til þess að koma til móts við lánþega safnsins verður síma- og netþjónusta hins vegar aukin og er nú símaþjónustan opin frá 10-16.

Skoða bók

Barnapíubófinn, Búkolla og bókarránið

Yrsa Sigurðardóttir  

María Lovísa Guðjónsdóttir  

04:58 klst.  

2000  

Sumarið sem Freyja er ellefu ára ræður mamma hennar fyrrum fanga til að gæta hennar og systkinanna fjögurra. Í fyrstu gengur allt vel og Bergþór er þrátt fyrir vafasama fortíð ábyrgðarfull og blíð barnfóstra. En þegar vinir hans og samfangar skjóta upp kollinum flækjast málin og það verður verkefni barnapíubófans og krakkanna fimm að leysa úr flækjunum. Yrsa Sigurðardóttir er hugmyndaríkur höfundur bráðskemmtilegra ærslasagna og þessi gefur fyrri bókum hennar ekkert eftir.  

Barna- og unglingabækur Fyndni Íslenskar barna- og unglingabækur Íslenskar bókmenntir Skáldsögur