Skoða bók
Í vondum félagsskap
10
12:50 klst.
2020
Mína býr við stöðugan ótta. Andreis, eiginmaður hennar, er foringi í einu stærsta fíkniefnasölugengi í Stokkhólmi og hefur beitt hana ofbeldi í mörg ár. Eitt kvöldið misþyrmir hann henni svo illilega að hún er flutt nær dauða en lífi á sjúkrahús. Saksóknarinn Nóra Linde er staðráðin í að fá Andreis dæmdan í fangelsi fyrir skattalagabrot þar eð ekki hefur tekist að dæma hann fyrir fíkniefnasölu. Hún reynir að fá Mínu til að bera vitni gegn eiginmanni sínum og vill fela hana og son hennar í skerjagarðinum þar sem Andreis geti ekki fundið hana. Stríðið í Júgóslavíu setti mark sitt á Andreis ungan. Hann hikar ekki við að ryðja óvinum sínum úr vegi og er staðráðinn í að fá konu sína aftur.
Glæpasögur Júgóslavía Norrænar spennusögur Sakamálasögur Sandhamn Skáldsögur Spennusögur Sænskar bókmenntir Þýðingar úr sænsku