Skoða bók

Innræti

Arndís Þórarinsdóttir  

Arndís Þórarinsdóttir  

00:35 klst.  

2020  

Arndís Þórarinsdóttir er með BA-próf í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og MA-próf í ritlist frá Goldsmiths College í London og Háskóla Íslands. Hún birti fyrst smásögu í Tímariti Máls og menningar árið 2005 og skrifaði eftir það reglulega í blöð og tímarit. Fyrsta bók hennar var unglingasagan Játningar mjólkurfernuskálds sem kom út árið 2011 og var tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna. Nýlega hefur Arndís sent frá sér vinsælar barnabækur, Nærbuxnaverksmiðjuna og Nærbuxnanjósnarana, og var sú síðarnefnda tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Arndís hlaut viðurkenningu í samkeppninni um Ljóðstaf Jóns úr Vör árin 2016 og 2019.  

Íslenskar bókmenntir Ljóð