Sumarlokun

Hljóðbókasafn Íslands lokar frá 19. júlí til 3. ágúst. Lokað er fyrir pöntun diska á þessu tímabili en við bendum á að áfram er opið fyrir niðurhal og streymi til skráðra lánþega safnsins.

Skoða bók

Kisa litla í felum

Webb, Holly  

Ívar Gissurarson  

Þórey Sigþórsdóttir  

01:42 klst.  

2020  

Lísa og bróðir hennar, Villi, eru nýflutt til ömmu sinnar og Lísa saknar gömlu vina sinna og er ákaflega einmana. En svo finna systkinin kettlinga sem búa á ruslahaug í nágrenninu og langar strax til að eignast einn þeirra. Pabbi þeirra hefur hinsvegar sagt að amma þeirra vilji ekki dýr inn á heimilið. Dag einn hrekst svo kettlingurinn litli óvænt af ruslahaugnum og inn í garð til þeirra. Þau fela hann fyrst úti í gömlu hripleku gróðurhúsi og síðan í fataskáp í herbergi Lísu - En hve lengi skyldi Lísa geta falið hann þar?  

Barna- og unglingabækur Barnabækur Breskar bókmenntir Dýrasögur Kettir Þýðingar úr ensku