Sumarlokun

Hljóðbókasafn Íslands lokar frá 19. júlí til 3. ágúst. Lokað er fyrir pöntun diska á þessu tímabili en við bendum á að áfram er opið fyrir niðurhal og streymi til skráðra lánþega safnsins.

Skoða bók

Skarðsstrandarrolla og Einræður Steinólfs í Ytri-Fagradal

Finnbogi Hermannsson  

Hjörtur Pálsson   Einar Hrafnsson  

06:36 klst.  

2019  

Um það leyti sem Steinólfur Lárusson var að fæðast árið 1928 komust ánauðugir bændur undan lénsvaldinu á Skarði sem þar hafði ríkt frá því á 12 öld að minnsta kosti. Lénsmennirnir á Skarði höfðu átt allar jarðir í Skarðshreppi og leigðu bændum og búaliði. Eftir sjö alda yfirráð Skörðunga gafst leiguliðum kostur á að kaupa jarðirnar. Þannig var það einmitt í Ytri-Fagradal. Líklega er þetta einsdæmi í Íslandssögunni að sama ættin hafi ríkt með þessum hætti allt fram á okkar daga. Nágrannar fjölskyldunnar í Ytri-Fagradal reyndust henni andvaragestir. Það voru þeir á Heinabergi sem stunduðu kerfisbundinn sauðaþjófnað árum saman. Þetta voru ofbeldismenn sem hótuðu nágrönnum sínum öllu illu þegar þeir fóru fram á réttlæti. Enduðu svo loksins bak við lás og slá eftir að hafa stolið og skorið um 400 fjár. Skarðstrandarsagan komst aldrei inn í stórsöguna svo kölluðu enda þót valdsmenn þar hafi átt í stríði í 200 ár. Það voru þeir á Skarði og frændur þeirra Ballarárfeðgar. Sú saga er tilfærð í sagnabálkinum Úr fylgsnum fyrri aldar þar sem séra Friðrik Eggerz skrifar æfisögu þeirra feðga Eggerts á Ballará og sína eigin sem voru varnarrit.  

Bændur Dalasýsla Skarðsströnd í Dölum Skarðströnd Steinólfur Lárusson bóndi í Ytri-Fagradal, 1928 - 2012 Vestfirðingar Vestfirðir Vestfirðir Ævisögur og endurminningar