Sumarlokun

Hljóðbókasafn Íslands lokar frá 19. júlí til 3. ágúst. Lokað er fyrir pöntun diska á þessu tímabili en við bendum á að áfram er opið fyrir niðurhal og streymi til skráðra lánþega safnsins.

Skoða bók

Bókin sem þú vildir að foreldrar þínir hefðu lesið : (og börnin þín fagna að þú gerir)

Perry, Philippa  

Hafsteinn Thorarensen  

Katrín Ásmundsdóttir  

10:36 klst.  

2020  

Allir foreldrar vilja að börnin þeirra séu hamingjusöm og öll viljum við að uppeldið heppnist sem best. En hvernig? Í þessari grípandi, snjöllu og oft fyndnu bók fjallar sálfræðingurinn Philippa Perry um samskipti okkar við börn, hvað stendur í vegi fyrir góðum tengslum og hvað getur styrkt þau. Uppeldi snýst ekki um töfralausnir en í þessari bók finnur þú fjölda góðra ráða sem gera þig að betra foreldri. Philippa horfir á heildarmyndina og veltir fyrir sér hvaða þættir leiða af sér góð sambönd á milli foreldra og barna. Bókin er upplífgandi, dæmir ekki og hjálpar þér meðal annars að: - Skilja hvernig þitt eigið uppeldi hefur áhrif á þig sem uppalanda - Sættast við að þú munir gera mistök og hvað þú getur gert í þeim - Brjóta á bak aftur neikvæð mynstur og vítahringi - Vinna með tilfinningar, þínar eigin og barnsins þíns - Skilja hvað mismunandi hegðun gefur til kynna. Þetta er bókin sem allir foreldrar ættu að vilja lesa og öll börn munu óska þess að foreldrar þeirra hefðu lesið.  

Börn Foreldrar Samskipti foreldra og barna Uppeldi Þýðingar úr ensku