Covid-19

Afgreiðsla Hljóðbókasafns Íslands er lokuð fyrir heimsóknir vegna Covid-19.

Tölvupóstþjónusta er að sjálfsögðu opin og símatíminn eins og venjulega frá 10 - 14 og fólk er hvatt til að hafa samband um þær leiðir.

Skoða bók

Þrjár sólir svartar

Úlfar Þormóðsson  

Stefán Jónsson (1964)  

05:22 klst.  

1988  

Söguleg skáldsaga sem greinir frá atburðum frá 16. og 17. öld. Aðalpersónurnar eru hinn frægi manndrápari Björn Pétursson (Axlar-Björn) og sonur hans Sveinn skotti sem var alræmdur landshornaflakkari. Þegar Axlar-Björn var tekinn af lífi gekk Þórdís kona hans með barn og í sögunni bindur hún saman æviþætti þeirra feðga og er jafnframt fulltrúi hinnar örsnauðu og umkomulausu alþýðu. Þetta er óvenjuleg og eftirminnileg þjóðlífslýsing þar sem máttarstoðir þjóðfélagsins eru séðar með augum utangarðsfólks sem er hrjáð af harðneskjulegri valdstjórn, óblíðum lífskjörum og hindurvitnum. Í sögunni er annars margbreytilegt og ólgandi mannlíf með sérstæðum persónulýsingum og safaríkri kímni. Hið dulmagnaða örlagatákn í sögunni er öxin, hið óhugnanlega morðvopn, sem í sögulok birtist í samtíð okkar og minnir á að enn er illra veður von.  

16. öld 17. öld Axlar-Björn Björn Pétursson (Axlar-Björn) Feðgar Íslenskar bókmenntir Morð Morðingjar Skáldsögur Sveinn skotti Sögulegar skáldsögur