Covid-19

Afgreiðsla Hljóðbókasafns Íslands er lokuð fyrir heimsóknir vegna Covid-19.

Tölvupóstþjónusta er að sjálfsögðu opin og símatíminn eins og venjulega frá 10 - 14 og fólk er hvatt til að hafa samband um þær leiðir.

Skoða bók

Þetta voru bestu ár ævi minnar, enda man ég ekkert eftir þeim : ljóð 1988-1994

Jón Kalman Stefánsson  

Stefán Jónsson (1964)  

02:14 klst.  

2020  

"Afhverju þessi sóun á pappír?" Þannig hljómaði niðurlagið á fyrstu gagnrýninni sem ég fékk á ljóðabókina mína, sem kom út í marsmánuði árið 1988, skrifar Jón Kalman Stefánsson í eftirmála þessa ljóðasafns sem hefur að geyma ljóðabækur hans þrjár; Með byssuleyfi á eilífðina (1988), Úr þotuhreyflum guða (1989) og Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju (1993) auk nokkurra áður óbirtra ljóða. Skáldið gerir grein fyrir ólíkindalegri tilurð sinni í leiftrandi fjörugum eftirmála um bókmenntalíf Reykjavíkur og Sandgerðis á ofanverðri 20. öld, Jón Kalman hefur verið þekktari sem skáldsagnahöfundur; fyrsta skáldsaga höfundar, Skurðir í rigningu, kom út árið 1996 og sú tólfta, Saga Ástu árið 2017. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Sumarljós, og svo kemur nóttin, árið 2005.  

Endurminningar Íslenskar bókmenntir Ljóð Ljóðasöfn